Gripla - 01.01.1982, Síða 79
UM ÞORMÓÐ SKÁLD OG UNNUSTURNAR TVÆR 75
í því Skáldatali sem varðveitt er í uppskrift Árna Magnússonar eftir
Kringlu eru og nefndir tveir Gissurar meðal hirðskálda, Gissur svarti
hjá Ólafi sænska og Gissur gullbrá með Ólafi helga.12 í Skáldatali í
Uppsala-Eddu er Gissur gullbrá einn nefndur, og er hann ásamt Bjarna
gullbrá s., Hallfreði og Sighvati talinn skáld Ólafs Tryggvasonar.13 í
Ólafs sögu helga í Flateyjarbók er sá maður sem í hvorri tveggja Ólafs
sögu Snorra nefnist ‘Gissur gullbrá, fóstri Hofgarða-Refs’, kallaður
‘Gissur gullbrárskáld’ einu sinni, en ‘Gissur gullbrárfóstri’ fjórum sinn-
um. í sumum textum Ólafs sögu Haraldssonar eru fleiri afbrigði nafns-
ins: ‘Gissur gullbrárfóstri Hofgarða-Refsson’ (AM 325 VII 4to),
‘Gissur gullbrárfóstri ok Hofgarða-Refr sonr hans’ (AM 61 fol.). Á
sambærilegum stað í Flateyjarbók er reyndar skrifað Hofgarða-Refr
á eftir gullbrárfóstri og er það skáld þannig kominn þar í tölu skálda
í liði Ólafs helga á Stiklarstöðum. Auðsætt er að allur þessi ruglingur
er sprottinn af mislestri á stað þar sem staðið hefur Gissur gullbrá
fóstri Hofgarða-Refs, og ‘gullbrárskáld’ um Gissur hefur orðið til úr
‘gullbrá skáld’. Bjarni gullbrárskáld kynni að vera samskonar tilfelli,
og er reyndar skrifað gullbrá s. í Uppsala-Eddu svo sem fyrr er getið.
Svipaður samruni hefur oftar átt sér stað, t. d. þar sem Óttar svarti er
kallaður svartaskáld: ‘Þar kom til hans Óttarr svartaskáld’.14 Auk þess
er vitað um þrjá menn sem hafa haft viðurnefnið svartaskáld og al-
kunnur er Ólafur hvítaskáld Þórðarson.15
Ekki er kunnugt um neina konu sem hafi haft viðurnefnið gullbrá
og ekki aðra með viðurnefninu kolbrún en Þorbjörgu í Fóstbræðra
sögu.
Finnur Jónsson taldi eins og fyrr er getið ólíklegt að karlmaður hefði
getað haft viðurnefnið gullbrá. Ekki er að sjá að Snorri Sturluson hafi
talið það óhæft kenningarnafn karlmanns. Til eru nokkur önnur sam-
bærileg viðurnefni karlmanna: valbráð (= valbrá), rauðkinn (eða
rauðkinnr), byggvömb, grön, langtá og plómakinn (tvö síðast nefnd
norsk frá 14du öld), gnitaskör (norskt frá 12tu öld). Því hefði kolbrún
12 AM 761 4to, Edda Snorra Sturlusonar, 1880-1887, III, bls. 251 o. áfr.
13 Uppsala-Edda, DG 11. Snorre Sturlasons Edda. Facsimileedition, Stockholm
1962. Bls. 44 a 4—7. Viðurnefni Gissurar er skrifað gvllbr og fast á eftir er gat á
blaðinu og því óvíst hvort þar hefur komið 5 á eftir a.
14 Flateyjarbók 1862, II, bls. 192.
15 E. H. Lind, Norsk-islandska personbinamn, 1920-1921.