Gripla - 01.01.1982, Page 82
78
GRIPLA
kirkjusögu Finns í miklu riti um sögu skriftaboða árið 1898.4 Þýðing-
una fyrir Schmitz hafði að sögn hans íslenskur sagnfræðingur í Kaup-
mannahöfn gert, J. Frederiksen að nafni. Vandséð er hver það hefur
verið nema það hafi verið Friðrik Friðriksson síðar prestur sem var
töluverður latínumaður. Þessi útgáfa hefur verið sú sem helst hefur
verið notuð í alþjóðlegum kirkjusögurannsóknum.
Áður en útgáfa Schmitz birtist höfðu Skriftaboð Þorláks raunar
komið út eftir tveimur öðrum handritum en 624, það er að segja AM
42a 8vo og AM 625 4to í umsjá Jóns Þorkelssonar árið 1890.5 Taldi
Jón Þorkelsson eins og Jón Sigurðsson að skriftaboðin í tveimur síðast-
töldu handritunum væru úr tíð Jóns Halldórssonar biskups.
Tvennt hefur einkum staðið rannsóknum Skriftaboða Þorláks fyrir
þrifum. Annars vegar voru textar skriftaboðanna stranglega tímasettir
hjá útgefendum Fombréfasafnsins, texti 624 til tólftu aldar en textar
625 og 42 til fjórtándu aldar. Hins vegar hafði Schmitz ekki tekið upp
krítískan texta og studdist ekki við öll handrit skriftaboðanna.
í hinu ágæta yfirlitsverki um skriftaboð miðalda, Medieval Hand-
books of Penance eftir J. T. McNeill og H. Gamer. New York 1938,
gætir nokkurs misskilnings um handritin að Skriftaboðum Þorláks á
bls. 354 meðal annars af ofangreindum ástæðum.6
HANDRIT SKRIFTABOÐA ÞORLÁKS
Eins og fram hefur komið er texta Skriftaboða Þorláks að finna í
þremur handritum, AM 624 4to, AM 625 4to og AM 42a 8vo. Skal
nú gerð grein fyrir hverju handriti um sig og vísað til rita um þau.
AM 624 4to er handrit sem inniheldur efni af ýmsu tagi, 170 blöð (340
bls.). Því er lýst í skrá Kálunds um Ámasafn og er þar talið frá 15.
öld.7 Efnið er einkum guðrækilegt, hómilíur og kristileg kvæði, rím-
4 H. J. Schmitz, Die Bussbiicher und die Bussdisciplin der Kirche II. Diissel-
dorf 1898, bls. 707-14.
3 Diplomatarium Islandicum II, bls. 596-606.
6 Ekki hefur bætt úr skák að í lögbókaskrá Halldórs Hermannssonar eru
handrit skriftaboðanna aðeins talin tvö, sjá Islandica IV. Ithaca 1911, bls. 30.
7 Kr. Kálund, Katalog over den arnamagnæanske hándskriftsamling II. K0ben-
havn 1894, bls. 37-9. Lýsingar á hlutum handritsins eru m. a. í Alfræði íslenzk
II. Rímtpl. Kpbenhavn 1914-16, bls. CXCIX-CCV og Miðaldaævintýri þýdd úr
ensku. Einar G. Pétursson bjó til prentunar. Reykjavík 1976, bls. xiii-xxix.