Gripla - 01.01.1982, Page 86
82
GRIPLA
endir: eigi skal reka lengra en til hins þriðja. Útgáfur: Jus ec-
clesiasticum novum sive Arnæanum, . . . edit Grimus Johannis
Thorkelin. Hafniæ 1777, bls. 218-20. Dipl.Isl.il, bls. 221-22
(þar eru talin 26 handrit).
Þegar bl. 81v sleppir verða kveraskil og byrjar síðan Messuskýring og
allra tíða á bl. 82r efst og nær til loka handritsins.14 Gátuvísan, skrifta-
boðin, formálarnir og messuskýringarnar er allt skrifað með sömu
hendi, annarri en Blanda sem á undan er.
Skriftaboðin eru á sex blaðsíðum (bl. 77v-80r) og ná um miðju sex-
blaðakvers (ternio) sem hefst á bl. 76. Leturflötur er 8.5—9 sm breiður
og 12-13.5 sm hár, nema á bl. 80r, þar er hæð leturflatar skriftaboð-
anna aðeins 1.5 sm enda lýkur þeim þar.
Útgáfa texta 625 er ekki nýtandi hjá Finni Jónssyni en bærileg hjá
Jóni Þorkelssyni. Jón Þorkelsson hefur skotið inn í textann tilraun til
leiðréttingar þar sem virðist hafa fallið niður í 625 og segir hann leið-
réttinguna eftir 624. Hann skýtur inn orðunum: ‘Ef manni er firnari en
næsta bræðra vi vetra skrift.’15 Þessi orð eru ekki í þessari röð í 624 og
ekki heldur í 42. Leiðréttingin er þó sennileg, með henni er gert ráð
fyrir homoioteleuton. (Sjá 8. grein textans hér á eftir.)
Annað innskot sem Jón Þorkelsson hefur sett inn í texta 625 þar
sem hann er auðsjáanlega brenglaður er ef til vill vafasamara. í 625
stendur: ‘Aldregi skal leysa föstunáttaföstu en leysa skal önnur dægur
ef nauðsyn þykir á, falla c fyrir dægur eða syngja 1 pater noster.’ Jón
skýtur orðinu ‘sinnum’ inn á milli c og fyrir. Nú er þetta c skrifað með
einhvers konar bandmerki fyrir ofan sem vandséð er hvemig á að
túlka. Augljóst er að eitthvað hefur fallið niður þegar uppskriftin í 625
var gerð. Þessi brenglun textans er á stað þar sem texti 625 er talsvert
öðruvísi en í öðrum handritum Þorláksskrifta. Sýnir þetta að textagerð
625 er eldri en sjálft handritið. Nokkrir kostir virðast koma til greina
til leiðréttingar textans á þessum stað ef c-ið er túlkað sem hundrað.
Leiðrétting gæti orðið í þessa veru með stuðningi af texta 42 og 624:
‘falla c (sinnum á kné) fyrir dægur’, eða ‘falla c (sinnum á knébeð) fyrir
dægur’. (Sjá 14. grein textans hér á eftir.)
14 Textinn er prentaður í Messuskýringar, utg. ved O. Kolsrud. Oslo 1952,
bls. 27-56. Tvær uppskriftir af Þorláksskriftum og upphafi Messuskýringa frá 18.
öld eru í Lbs. 52 4to, bls. 143-179 og 279-294. Þriðja uppskriftin frá 18. öld er
í Lbs. 776 4to, bls. 47-67. Þessar 18. aldar uppskriftir eru runnar frá AM 625 4to.
15 Diplomatarium Islandicum II, bls. 602.