Gripla - 01.01.1982, Side 87
SKRIF TABOÐ ÞORLAKS BISKUPS
83
Ekki hefur verið á það bent að villa hlýtur að vera í texta 625 í
þessum orðum: ‘Sjö vetra skrift þvílíka ef ókvongaður maður mis-
þyrmir óheimilli konu og svo ef .. Hér virðist eitthvað hafa fallið úr
en ef textinn er bættur samkvæmt 42 og 624 gæti hann verið svona: ‘Sjö
vetra skrift þvílíka ef ókvongaður maður misþyrmir (manns konu eða
kvongaður maður) óheimilli konu og svo ef ...’. Verður þá framsetn-
ingin eðlileg. (Sjá 4. grein textans hér á eftir.)
Eins og stuttlega hefur verið drepið á er texti 625 af Þorláksskriftum
talsvert sérstæður og mun það rakið nánar síðar. Þrátt fyrir það hefur
texti þessa handrits gjama verið hafður sem Þorláksskriftir í rannsókn-
um fræðimanna.
AM 42a 8vo er handrit með ýmsu lögfræðilegu efni, 117 bl. (234 bls.)
og hefur því verið lýst í skrá Kálunds um Ámasafn og er þar talið frá
um 1500.16 Lýsing á handritinu er framan við það með hendi Jóns
Sigurðssonar. Þar kemur fram að Jón telur þorra fyrri hluta handritsins
til og með bls. 164 (bl. 82), en á honum er Jónsbókartexti, ritaðan með
hendi frá því um 1370, en spássíugreinar þar og allan síðari hluta hand-
ritsins með hendi frá því um 1470.17
Yngri hluti handritsins hefst á kafla úr Búalögum.18 Síðan kemur
mikið safn greina og glefsa úr alls konar lögum einkum kirkjulegum,
sérstaklega úr statútum Niðaróserkibiskupa og Skálholtsbiskupa. Verð-
ur það ekki tilgreint allt hér, en er nær allt prentað á ýmsum stöðum í
kirkjusögu Finns, útgáfu Thorkelíns á Kristinrétti Áma, Norges gamle
Love og Diplomatarium Islandicum.
Á bls. 226 í næst efstu línu hefst grein um gagnföstur, hinar meiri og
hinar minni, sem kennd hefur verið við Árna Þorláksson, þótt það sé
allt óvíst. Er þetta líklega eina heimildin um grein þessa.19 Á sömu
blaðsíðu hefjast hin svokölluðu Skriftaboð Áma biskups Þorlákssonar
sem prentuð em eftir átta handritum í Diplomatarium Islandicum, þar
á meðal þessu handriti.20
í þriðju neðstu línu á bls. 228 hefjast Skriftaboð Þorláks. Texti
16 Kr. Kálund, Katalog over den arnamagnæanske hándskriftsamling II.
K0benhavn 1894, bls. 353-4. Sjá einnig Norges gamle Love IV, bls. 612-13.
17 Um Jónsbókartextann, sjá Jónsbók, udg. ved Ólafur Halldórsson. K0ben-
havn 1904, bls. XXXIII og áfram, einnig bls. XLII.
18 Sjá Búalög. 1. hepti. Reykjavík 1915, bls. 26-30.
19 Diplomatarium Islandicum II, bls. 42-3.
20 Diplomatarium Islandicum II, bls. 37-41, sbr. hér á undan bls. 81.