Gripla - 01.01.1982, Page 90
86
GRIPLA
þinginu í Lateran 1215 og er því innskot þetta í Þorláks sögu undir
áhrifum þeirra boða.26
Við athugun textanna er enn eitt mikilvægt vafaatriði um hvað skuli
tilheyra Þorláksskriftum. Það er greinin um skriftir fyrir víg í 42.
Aðeins það handrit hefur þá grein (í 19. grein). Hins vegar er í öllum
handritum grein um að biskup skuli skepja skrift ef maður vekur
(kristnum! segja 624 og 625) manni heiftarblóð (20. grein). Virðist af
því að dæma að greinin um skriftir fyrir víg í 42 sé innskot en þó virðist
boðið samkvæmt dekretalíu frá Alexander III páfa til Niðaróserki-
biskups.263 Auk þess kemur þar fyrir orðið frjádagur en föstudagur er
notað oftast annars. Nú hafa menn furðað sig á að ekki skuli skriftir
fyrir manndráp í Þorláksskriftum27 en það er eins og sjá má á misskiln-
ingi byggt, að vekja heiftarblóð getur vel átt við manndráp.
í 624 er klausa sem ekki er í öðrum handritum um hvað prestur
skuli gera ef hann slær kaleik niður á altari. Samkvæmt klausunni á
presturinn að þvo dúka þá sem á kom og drekka þvottavatnið en
brenna þar sem á kom annars staðar. Þessi klausa er ekki annars staðar
á íslensku en hún er komin úr erlendum skriftaboðum (sennilega úr
Excarpsus Cummeani)28 og sakir þeirra ellimarka virðist heimilt að
telja hana til Þorláksskrifta.
Ættskrá handrita verða hér gerð skil út frá villum handrita, greini-
og tengivillum, eðli einstakra villna og frávikum í kerfisbundinni efnis-
röðun textans. Við fyrsta lestur kemur strax í ljós að 624 og 42 hafa
náskyldan texta en 625 nokkra sérstöðu.
Ekkert bendir til þess að 624 og 42 séu skrifuð hvort eftir öðru.
Margt bendir hins vegar til þess að ekki sé milliliðalaus skyldleiki milli
þeirra. Þannig eru niðurfellingar vegna vangár skrifara í texta 624 sem
má fylla með texta 42. Hið sama kemur fram í 42, þar eru niðurfell-
ingar í texta vegna vangár skrifara sem má fylla með texta 624. Hand-
ritið 625 hefur sérstöðu, kerfisbundin framsetning skriftanna virðist
umbreytt af ásettu ráði frá því sem er í hinum handritunum og kemur
26 Sjá Medieval Handbooks of Penance, bls. 413-14.
2Ba Deutsches Archiv fiir Erforschung des Mittelalters. 2. Jahrg. 1938, bls. 389,
§2, sbr. Latinske dokument til norsk historie ved E. Vandvik. Oslo 1959, bls. 72-
3, §2.
27 Medieval Handbooks of Penance, bls. 354.
28 The Irish Penitentials, ed. L. Bieler. Dublin 1963, bls. 132-3. F. W. H. Was-
serschleben, Die Bussordnungen der abendlándischen Kirche. Halle 1851, bls. 491.
Sbr. Medieval Handbooks of Penance, bls. 356 nmgr.