Gripla - 01.01.1982, Page 92
88
GRIPLA
6 vetra skrift, án corp. dom. í 3 eða 2 ár maður með konu, manni firnari
5 vetra skrift, án corpus domini í 1 ár
4 vetra skrift
3 vetra skrift
IV Hór á helgidögum
7 vetra skrift, án corpus domini í 3 ár
5 vetra skrift, án corpus domini í 1 ár
50 pater noster á helgidögum o. fl.
maður með annarra bræðru
maður með konu, manni firnari
maður með þriðja bræðru og
þaðan af
(óheimil kona á:)
efstu dægrum á langaföstu o. fl.
lægri dægrum á langaföstu o. fl.
sunnu- og helgidögum
Inn í framsetninguna um skriftimar fyrir helgidagahór er skotið
ákvæðum um skriftir fyrir hór með sængurkonum og óléttum konum,
kjötát á föstu, tíundarsvik, meinsæri, stuld, getnaðarvamir o. fl. Er það
allt með stigsmun til samræmis við skriftastigin þrjú fyrir helgidaga-
hór. Þá em boðnar barsmíðar fyrir að taka ólofað corpus domini. Sér-
stök ákvæði eru um skriftir fyrir stuld. Almennar reglur fylgja svo um
setningu skrifta. Loks er komið að slíkum höfuðsyndum að skjóta skal
til biskups um setningu skrifta. Síðast koma skriftaboð fyrir presta.
Einmitt stigaframsetning skriftaboðanna gefur tilefni til nánari at-
hugunar. Framsetning 42 og 624 er með þeim hætti að fjórði flokkur
hórdómanna, hór á helgidögum, er sundurlimaður í hin þrjú stig sín
samkvæmt skriftarlengd og hverju stigi hans skotið inn þar sem fyrst
er nefnd jafnlengd skriftar þess samkvæmt hinum hórdómaflokkunum
í skriftaboðunum. Þannig kemur þyngsta skrift fyrir helgidagahór, sjö
vetra skrift, strax þegar sjö vetra skrift fyrir hór giftra hefur verið rakin.
Fimm vetra skrift fyrir helgidagahór kemur stax þegar fimm vetra skrift
fyrir hór milli skyldra hefur verið rakin. Vægasta skriftastig fyrir hór
á helgidögum kemur svo aftast í lýsingu hórdómaskrifta enda ekki
aðrar hórdómaskriftir vægari svo greint sé frá.
Einn meginmunurinn á framsetningu 42 og 624 annars vegar og 625
hins vegar er að í 625 er reynt að breyta þessari fleygun fjórða flokks
hórdómanna inn í framsetningu skrifta fyrir aðra hórdóma og hafa
fjórða flokkinn sér á eftir hinum flokkunum. Þetta hefur þó tekist
óhönduglega til því að vægasta skriftastigið fyrir helgidagahór kemur á
undan hinum þyngri í 625. Þetta er merki um að skipan efnisins í 625
sé ekki upprunaleg og að efnisskipan í 42 og 624 sé upprunalegri en í
625. Fleiri atriði benda til ungra breytinga á efnisskipan í 625 miðað
við 42 og 624. Þannig eru ákvæði um leyfi og lausnir tvítekin í 625 (í