Gripla - 01.01.1982, Side 93
SKRIFTABOÐ ÞORLÁKS BISKUPS
89
14. og 25. grein) og greinilega er limað í sundur gamalt ákvæði um
sjálfsfróun og kynvillu kvenna og skotið inn í textann á óvæntum stöð-
um. Þessar miklu breytingar sem gerðar hafa verið og tekist svo klaufa-
lega í 625 rýra mjög gildi textans.
UM KERFISBUNDNA FRAMSETNINGU SKRIFTABOÐANNA
Eins og bent hefur verið á er samsetning skriftaboðanna flókin en
kerfisbundin og rökvís. Til þess að gera grein fyrir efni þeirra, útskýra
einstaka þætti og benda á nokkrar heimildir þeirra er hentast að greina
þau í nokkur atriði. Sum atriðin mynda nokkurs konar stigakerfi, eins
og skyldleikarakningar, helgi helgidaga o. fl. Hér verður aðeins gripið
á örfáum atriðum til glöggvunar.
Höjudsyndir. Líkast til er hugtakið höfuðsyndir þýðing á latínunni
vitia principalia eða því um líku. Ef til vill á hugtakið rætur í ritum
Johannesar Cassianusar um höfuðsyndir.30 Átta höfuðsyndir eru gjarna
taldar í engilsaxneskum skriftaboðum eins og Maurer hefur bent á.31
Stundum eru höfuðsyndir taldar fleiri í fomum ritum, virðist það
jafnan vera í tengslum við skriftir.32 Átta eru höfuðlestir þeir er eigi
má auðveldlega forðast, segir í íslensku hómilíubókinni.33 Höfuðsynda
skriftaboðanna virðist einnig gæta í Þorláks sögu.34 Rit Cassianusar
um höfuðsyndimar og stórkostlegar lýsingar Gregóríusar mikla á bar-
áttu dyggðanna og lastanna35 urðu fræðilegur rammi margra skrifta-
boða og hugmyndafræði þessi gat af sér ýmis rit, m. a. rit Alkuins sem
hér hefur verið vitnað tii. Hugtaksins höfuðsynd virðist einkum gæta í
tengslum við skriftir í gömlum textum.
Gagnföstur. Um gagnföstur hefur Konrad Maurer skrifað merka og
langa ritgerð. Er niðurstaða hans sú að gagnföstur séu komnar inn í
norræn skriftaboð og kristinrétti úr engilsaxneskum rétti þótt ekki sé
30 Patrologia Latina, ed. Migne 49, dálki 202-3.
31 Historisk tidskrift (norsk) 1895, bls. 106. Sbr. rit Alkuins í Gamal norsk
homiliebok, ed. G. Indreb0. Oslo 1931, bls. 25 og 29; Alkuin i norsk-islandsk
overlevering, udg. af O. Widding. K0benhavn 1960, bls. 114-17 og 128-31.
32 Gamal norsk homiliebok, bls. 35.
33 Homiliu-bók, utg. af Th. Wisén. Lund 1872, bls. 61.
34 Byskupa sogur, udg. Jón Helgason, bls. 214.
35 Patrologia Latina 76, dálki 621. Sjá ennfremur Finn H0dneb0, Huvudsynd
i Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder VII, 158-60.