Gripla - 01.01.1982, Side 94
90
GRIPLA
unnt að benda nákvæmlega á fyrirmynd þeirra.36 Þegar talað er um
skrift í tiltekinn fjölda vetra í skriftaboðum Þorláks er átt við að menn
skuli fasta gagnföstur og lifa þeim meinlætum sem talin eru í sambandi
við þær í upphafi skriftaboðanna. Gagnföstur eru bundnar við eitt ár
í senn samkvæmt skriftaboðunum enda koma þær fyrir eins árs skrift.
Þær mega því kallast commutatio eða ígildi árs skriftar, arreum anni
eins og það kallast í írskum skriftaboðum.37
Yngri en þessi skriftaboð er skipan sú eða skrá um gagnföstur sem
kennd hefur verið við Áma biskup Þorláksson.38 En þar virðist merk-
ingin svipuð, þar er einnig talað um leyfi, lausnir og ígildi skrifta þótt
linlegar sé boðið en í Þorláksskriftum.
Jafnframt föstu var mönnum boðinn sérstakur klæðnaður; í Þorláks-
skriftum era bönnuð sængurklæði og nærklæði af ákveðinni gerð
(fjaðurklæði og línklæði), það var forn siður að skriftir næðu til klæða-
burðar manna.39
Þá voru mönnum oft boðin knébeðjaföll í skrift. Þeim er lýst nánar
í Þorláksskriftum, heilir menn skulu svo falla á knébeð að bæði komi
niður hné og olnbogar. Þannig virðist sem boðnar séu með knébeðja-
föllum svokallaðar palmatæ, sem þekktar eru úr fornum skriftaboðum
(palmatas agere). Virðast þær hafa verið í því fólgnar að viðkomandi
sló eða lagði flata höndina útréttum armi á jörðina þegar hann féll til
jarðar.40 Þannig virðast knébeðjaföll þau sem boðin era miklu meiri
athöfn en það eitt að leggjast á hnén. Að taka ráðning, þ. e. vandar-
högg fyrir syndir sínar, var einnig fom skriftasiður og er hann talinn
eiga upprana sinn meðal munkareglna.41 Öll þessi atriði heyra gagn-
föstuhaldinu til: föstur, knébeðjaföll, pater noster söngur, hýðingar og
sængur- og nærklæðavömun. Þau virðast öll falla undir hugtakið gagn-
föstur.
Þann tíma sem gagnföstumar skyldu vera á hefur Maurer fjallað um
ýtarlega í grein sinni sem nefnd hefur verið. Það var fyrir 24. júní
(Jónsmessu), 29. september (Mikaelsmessu) og jólaföstu eða Andrésar-
36 K. Maurer, Ueber die norwegisch-islandischen gagnföstur. Sitzungsberichte
der könig. Bayerisch. Akademie. Philos.-philol. Classe 1881, bls. 225-268.
37 Um lausn ársskrifta sjá Schmitz, Die Bussbiicher I, bls. 144 og áfram. The
Irish Penitentials, bls. 50-51.
38 Diplomatarium Islandicum II, bls. 42-3.
39 Schmitz, Die Bussbiicher I, bls. 151.
40 Schmitz, Die Bussbiicher I, bls. 152.
41 Schmitz, Die Bussbiicher I, bls. 151-2.