Gripla - 01.01.1982, Page 96
92
GRIPLA
a) Helgidögum með drottinsdagahelgi (sunnudagar, löghelgir
messudagar, jóladagar (þ. e. 2., 3. og 4. jóladagur)).
b) Lægri dægrum um jólaföstu.
c) Föstudögum (líkl. samkvæmt Kristinrétti forna og föstuboði
Þorláks).
d) Vigilíudægrum (aðfara- eða aðfangadagar, vökudagar kirkju-
legra hátíðisdaga).
e) Jólum.
Svo nákvæmlega tiltekin stig eða helgi helgidaga almennt í íslenskri
kirkjulöggjöf á miðöldum er sjaldgæf.
Inn í skriftirnar fyrir misþyrmslur óheimilla kvenna á helgidögum
eru fléttaðar upptalningar synda sem jöfn skrift er fyrir, þannig:
1. Sjö vetra skrift fyrir
a) kjötát á langaföstu,
b) meiri háttar meinsæri,
c) fóstureyðingar,
d) misþyrmingu sængurkvenna.
2. Fimm vetra skrift fyrir
a) meiri háttar óafturgoldinn stuld,
b) tíundarsvik,
c) minni háttar meinsæri.
3. 50 pater noster á helgidögum fyrir
a) misþyrmingu kvenna með vanyfli,
b) misþyrmingu óléttra kvenna,
c) að horfa eftir konu til samræðis,45a
d) að sjá við getnaði í viðskiptum við konu.
Eins og sjá má fjallar linasta skriftastigið eingöngu um kynlífsbrot en
ekki um minni háttar stuld eins og vænta mætti til samræmis við t. d.
stigsmuninn í meinsærunum. í næstu grein textans á eftir er hins végar
greint frá skriftum fyrir stuld og almennar reglur settar um það án
nákvæmrar tilgreiningar skriftalengdar. Þannig er rakning skrifta fyrir
stuld í fullu samræmi við kerfisbundna framsetningu skriftaboðanna.
Skyldleiki manna. Eitt af augljósum aldurseinkennum Þorláksskrifta er
orðafar þeirra um skyldleika manna. Þar er notað orðafar tólftu- og
þrettándu aldar um bræðrunga, næsta bræðra, annarra bræðra o. s. frv.
miðvikudegi, þá hefjast imbrudagar á næsta miðvikudegi í annarri viku, og er það
þá Mattheusmessa.’ Norges gamle Love V, bls. 49. Krossmessa er 14. september,
Mattheusmessa er 21. september.
45a Hér er líklega átt við aðferð við kynmök.