Gripla - 01.01.1982, Side 100
96
GRIPLA
sem höfð eru eftir Digestunum eru svipuð.57 Þó er ljóst að tæplega getur
verið beint samband á milli Þorláksskrifta og Decretum Gratiani vegna
aldurs. En einhver heimild undir áhrifum rómverskra réttarheimilda
er þó að baki Skriftaboða Þorláks í þessu efni.
Aðalheimild klausunnar um annmarka atburð í Þorláksskriftum
hlýtur annars að vera þessi póstur cummeönsku skriftaboðanna þótt á
milli séu liðir uppskrifta og þýðingar:
Sed hoc in omni paenitentia
solerter intuendum est
quanto quis tempore
in delictis remaneat,
qua eruditione inbutus
qua inpugnatur passione
qualis existat fortitudine
qua uidetur adfligi
lacrimabilitate, quali compulsus
est grauatione peccare.58
Um allar skriftir skal
greina nákvæmlega
hversu lengi sérhver maður
hafi haldist við annmarka sinn,
hvaða lærdóm hann hafi hlotið,
hvaða ástríða hefur gagntekið hann,
hversu mikill styrkur hans er,
hve mjög virðist setja að honum
grátklökkva, hvaða ofurþungi
hefur knúið hann til að syndga.
Áhrifin í Þorláksskriftum eru ótvíræð. Fleiri atriði koma einnig heim
við cummeönsk skriftaboð. T. d. að meira skuli bjóða auðgum manni
en snauðum í skrift. Bæði í Paenitentiale Cummeani og Excarpsus
Cummeani eru spakmæli viðruð: Potentes potenter tormenta patiuntur,
Hinir voldugu munu volduglega tyftaðir verða (Speki Salómons 6.6),
eða: Cui plus creditur, plus ab eo exigitur, Af þeim sem mikið hefur
verið í hendur sett, mun því meira heimtað verða (Lúkas 12.48).
Af því sem hér hefur verið rakið virðist ljóst að áhrifa frá írskum
skriftaboðum gætir í Skriftaboðum Þorláks. Helst virðist áhrifa gæta
frá Excarpsus Cummeani. Þannig bætast hér við atriði um heimildir
Þorláksskrifta sem mjög líklega eiga sér einnig enskar fyrirmyndir að
einhverju leyti eins og Maurer hefur bent á.
UM VIÐAUKA ÞORLÁKSSKRIFTA
Þeir Jón Sigurðsson og Jón Þorkelsson álitu, eins og minnst hefur verið
á, að Skriftaboð Þorláks væru staðfest og aukin í tíð Jóns biskups
57 ‘Sed hec quatuor genera consideranda sunt septem modis: causa, persona,
loco, tempore, qualitate, quantitate, euentu.’ (Skáletranir eru mínar.)
58 Irish Penitentials, bls. 132-33. Wasserschleben, Die Bussordnungen, bls.
462. Schmitz, Die Bussbiicher I, bls. 600, ensk þýðing í Medieval Handbooks of
Penance, bls. 267.