Gripla - 01.01.1982, Page 103
SKRIFTABOÐ ÞORLÁKS BISKUPS
99
Fram hefur komið að ýmislegt bendir til þess að kjaminn í skrifta-
boðum þeim sem kennd eru við heilagan Þorlák geti raunverulega
verið frá Þorláki kominn. Um Þorlák Þórhallsson (1133-93) er Þor-
láks saga, ævisaga dýrlingsins, auðvitað mikilvæg heimild. Segir þar
að Þorlákur hafi ungur numið hjá Eyjólfi presti Sæmundarsyni í Odda.
Eftir að Þorlákur varð ungur prestur tók hann að sér ‘lítil þing fésöm’
og varð ‘gott til fjár og vinsælda’. Þannig aflaði hann sér farareyris til
utanlandsferðar. Hann fór til Parísar og var þar í skóla ‘svo lengi sem
hann þóttist þurfa til þess náms sem hann vildi þar nema. Þaðan fór
hann til Englands og var í Lincolni, og nam þar enn mikið nám .. ,’65
Vist Þorláks erlendis varaði í sex ár einhvers staðar á tímabilinu milli
1150 og 60.
Þá var mikil gróska í þróun kirkjuréttar í Evrópu. Laust upp úr
1140 er talið að Decretum Gratiani hafi orðið til suður á Ítalíu. Það
lagasafn varð síðar lögbók kirkjunnar. Útbreiðsla laga Gratianusar var
hröð en þó em eiginleg kanónísk rit á Englandi ekki talin eldri en frá
árabilinu 1160-70.88 Um þær mundir sem Þorlákur dvaldist á Eng-
landi samdi Bartolomeus biskup í Exeter (um 1115/17-1184) lagaverk
sem mjög varð vinsælt og nefndist Poenitentiale.67 Það rit hefur ákvæði
sem em lík Skriftaboðum Þorláks. Skriftaboð Bartolomeusar hafa
hlotið þann dóm að þau hafi verið hefðbundin, kannski svolítið ‘gamal-
dags’, þegar þau komu fram miðað við verk upprennandi kanónista í
álfunni.68 Engu að síður urðu þau bæði vinsæl og útbreidd.
Nú vill svo vel til að vitað er að bæði í Exeter og Lincoln á Englandi
gátu dómskólarnir sér nokkra frægð á tímabilinu 1160-75 fyrir laga-
kennslu.69 Verk Bartolomeusar er talið dæmigert fyrir þá lögfræði sem
þar virðist hafa verið stunduð. Þannig er líklegt að Þorlákur Þórhalls-
son hafi lagt stund á kirkjurétt í Lincoln einhvern tíma á árabilinu
1150-60.
Jón Sigurðsson hefur tímasett Skriftaboð Þorláks til ársins 1178
þegar Þorlákur kom fyrst til stóls síns.70 Ekki em nein sterk rök fyrir
65 Byskupa sogur, udg. Jón Helgason, bls. 182.
66 S. Kuttner and E. Rathbone, Anglo-Norman Canonists of the Twelfth Cen-
tury. Traditio 7, 1949-51, bls. 293.
67 D. A. Morey, Bartolomew of Exeter, Bishop and Canonist. With the Text
of Bartolomew’s Penitential. Cambridge 1937.
68 S. Kuttner and E. Rathbone, Anglo-Norman Canonists, bls. 294—5 og 321.
69 S. Kuttner and E. Rathbone, Anglo-Norman Canonists, bls. 321-3.
70 Diplomatarium Islandicum I, bls. 238.