Gripla - 01.01.1982, Page 122
118
GRIPLA
latínu, að svo miklu leyti sem mér er hann ljós. Orðskviður þessi er
kunnur af átta ritum frá 13., 14. og 15. öld, og verður fjallað um hvert
í skömmu máli. Til glöggvunar eru kaflarnir tölusettir I-VII.
I. Tíundi kafli Málskrúðsjrœði Ólafs Þórðarsonar (d. 1259) gefur
stutta lýsingu á þeim tveim ritum Aelii Donati (4. öld e. Kr.), sem um
langan aldur voru notuð við latínunám í evrópskum skólum. Ólafur
kemst þar svo að orði um hinn forna meistara, að
því ritaði hann um löstu þá, er verða mega í málinu, að sá einn
má mæla eða yrkja fagurlega, er hann veit bæði lof og löst á mál-
inu, sem mælt er: malum non vitatur, nisi cognitum: Eigi má
illan löst varast, nema hann sé fyrri kcnndur.4
Þessi latneski orðskviður er ekki nefndur í hinu mikla spakmælasafni
Walthers,5 og þrátt fyrir mikla leit hefur mér ekki tekizt að finna sam-
hljóða gerð annars staðar en í Málskrúðsjrœði, en þó rakst ég á náskylt
afbrigði í riti eftir franskan menntafrömuð, sem var samtímamaður
Ólafs Þórðarsonar, og mun þó hafa verið nokkru eldri en hann og lifað
einnig lengur. í ritinu De Eruditione Filiorum Nobilium notar Vincen-
tius Bellovacensis spakmælið nullum malum evitari potest, nisi
cognitum,6 og hefur það vitaskuld sömu merkingu og hinn orðskviður-
inn, þótt orðalagið í aðalsetningunni sé nokkuð frábrugðið. Vincentius
eignar spakmælið Boethiusi (d. 524 eða 525), en eins og Arpad Steiner
hefur bent á, þá er það ekki þaðan komið, heldur mun það vera þegið
úr einhverju riti, sem var ranglega eignað Boethiusi.7 Notkun spak-
mælisins hjá Vincentiusi og Ólafi Þórðarsyni er mjög áþekk að því leyti,
að báðir beita því í sambandi við nám eða lestur; skólapiltar geta sem
sé lært af villum annarra, og er því um að ræða námsefni til viðursjár
fremur en til eftirbreytni eða fyrirmyndar.8 Óvíst er, hvenær Málskrúðs-
jræði var tekin saman, en Vincentius er talinn hafa ritað bók sína
4 Den tredje og fjœrde grammatiske afhandling i Snorres Edda . .., útg. Björn
M. Ólsen, 1884, bls. 60.
5 Hans Walther, Proverbia Sententiaeque Latinitatis Medii Ævi I-VI, 1963-67.
6 Vincent of Beauvais, De Erudictione Filiorum Nobilium, ed. Arpad Steiner,
1938, bls. 42.
7 Sama rit, s.st., nmgr.
8 Hér má tilfæra stuttan kafla, þar sem Vincentius beitir spakmæli því sem
greinin fjallar um: ‘Quedam etiam legimus uel addiscimus, non quia multum utile
sit ea scire, sed quia turpe est ignorare. Quedam uero, quia ipsum ignorare est peri-
culosum, quoniam, ut dicit boecius, ‘nullum malum euitari potest nisi cognitum.’