Gripla - 01.01.1982, Page 123
MALUM NON VITATUR, NISI COGNITUM 119
nokkrum árum fyrir miðja 13. öld.9 Þótt ástæðulaust sé að gera ráð
fyrir því, að Ólafur hafi þekkt hana, þá má sennilegt þykja að þessir
tveir þrettándu aldar fræðendur kunni að hafa sótt spakmælið í sam-
eiginlega heimild.
En hver sem fyrirmynd Ólafs hefur verið, þá má teljast líklegt, að
hann hafi fengið spakmælið úr einhverri skólabók eða lærdómsriti, þar
sem það hefur gegnt svipuðu hlutverki og í Málskrúðsfræði og riti
Vincentii. Þýðing Ólafs sýnir nokkra smásmygli, enda er hún öllu
stirðari og raunar orðfleiri en latneska fyrirmyndin, en hins vegar er
hún svo skýr, að nemendum hans hefur orðið merking og hlutverk
setningarinnar deginum ljósari. Spakmæli Ólafs hefur hvorki góða
stuðlasetning né þess konar hrynjandi, sem við eigum að venjast í ís-
lenzkum málsháttum; í rauninni hljómar það eins og það komi af
vörum meistara í skólastofu. Gerð hans af hinu latneska spakmæli
kemur hvergi fyrir annars staðar í fornritum vorum, að því er ég bezt
veit, en hins vegar tíðkaðist það í öðrum norrænum myndum, eins og
brátt verður rakið.
II. Mannhelgarbálkur í Landslögum Magnúsar Hákonarsonar (d.
1280) hefur merkilegan kafla um dóma, þar sem lögð er áherzla á, að
bókstafur laganna sé ekki einhlítur, heldur verði einnig að taka til
greina þær fjórar systur, sem ávallt eigi að vera nærstaddar í dómum:
miskunn, sannindi, réttvísi og friðsemi. Sami kafli er einnig í Jónsbók.
En að menn varist því gerr ranga dóma, þá má varla illt varast,
nema viti; því minnist menn, að með fjórum háttum verða rangir
dómar: annaðhvort með hræðslu, þar sem maður óttast þann sem
hann skal um dæma, ella með fégirnd, þar sem maður sníkir til
nokkurrar fémútu, eða með heipt, þar sem maður hatar þann er
hann skal um dæma, ella með vináttu, þar sem maður vill liðsinna
félaga sínum. Og er þá illa skipað, er þessum hórbörnum er inn
vísað, en hinar skilgetnu systur eru brott reknar.10
Hlutverk spakmælisins hér er sambærilegt við notkun þess í Mál-
skrúðsfræði: góðir dómar eins og góð meðferð á tungunni krefjast ekki
unde ambrocius super lucam: ‘legimus aliqua, ne ignoremus; legimus, non ut tenea-
mus, sed ut repudiemus.’ Sama rit, s.st.
9 Sama rit, bls. xv-xvii.
10 Norges gamle Love II, bls. 63. Jónsbók (1904), bls. 56. Hér er fylgt texta
síðari útgáfunnar.