Gripla - 01.01.1982, Síða 124
120
GRIPLA
einungis öruggrar þekkingar á réttum reglum og fyrirmælum, heldur
eiga menn einnig að bera skyn á tilteknar villur og mistök, svo að þeir
geti vitað, hvað varast skuli. Magnús lagabætir virðist hafa haft sérstakt
dálæti á þessu spakmæli, og þar sem önnur verk Vincentii munu hafa
verið kunn í Noregi um daga konungs, þá mætti gera sér í hugarlund,
að spakmælið hafi borizt þangað sunnan úr Frakklandi.11
III. Landslög og Jónsbók eru ekki einu ritin frá Magnúsi lagabæti,
sem tilfæra spakmælið; Hirðskrá konungs beitir því ekki síður á magn-
aðan hátt. Þegar hún hefur talið upp ýmislegt í fari manna, sem verður
þeim til lasta eða lýta og fremur til hróps en lofs, fylgir með svofelld
áminning til glöggvunar:
Nú höfum vér sagt yður til nokkurra þeirra hluta með fám orðum,
sem vér ætlum að hverjum manni, þeim sem siðsamur vill heita og
eigi síður vera, hæfir frá sér að skilja sem framast má hann. Höfum
vér því þessa hluti téð yður helzt, að eigi (v. 1. varla) má illt varast,
nema viti.12
í því skyni að geta lifað syndlausu lífi áttu menn helzt að þekkja
hverja einstaka synd, því að ekki þótti nóg að kunna boðorð Móses og
annarra fræðara, nema menn áttuðu sig til hlítar á þeim löstum, sem
varað var við. í þessu sambandi má minna á Rómverjabréfið (vii 7),
þar sem Páll postuli skrifar: ‘En satt er það, ég þekkti ekki syndina
nema fyrir lögmálið; því að ég hefði ekki vitað um girndina, hefði ekki
lögmálið sagt: Þú skalt ekki girnast.’ (Sed peccatum non cognovi, nisi
per legem; nam concupiscentiam nesciebam, nisi lex diceret: Non con-
cupisces.) Og það var engan veginn út í hött, þegar kristnir höfundar
11 Um sambærilegar hugmyndir í Konungsskuggsjá og ritum Vincentii hefur
Sverre Bagge fjallað í ritinu Den poíitiske ideologi i Kongespeilet, 1979.
Mér er ekki kunnugt að bent hafi verið á skyldleika með Konungsskuggsjá og
De Eruditione Filiorum Nobilium, en þó
má lauslega minnast á þá hugmynd, að
fróðari. Vincentius vitnar í Vegetius, De
. . . enginn maður ætti að vera
margfróðari eða vitrari um alla
hluti en konungur, því að það er
sjálfs hans nauðsyn mikil og svo
alls fólksins, er undir honum er.
Kgsk, útg. Unger, bls. 106.
12 Norges gamle Love II, bls. 418.
svipar þeim saman í ýmsum atriðum; her
konungur eigi að vera öðrum mönnum
Re Militari:
‘Neminem,’ inquit, ‘magis decet quam
principem meliora uel plura nossa,’
cuius doctrina potest prodesse
omnibus subiectis.
De Erud. Fil. Nob., bls. 9.