Gripla - 01.01.1982, Síða 126
122
GRIPLA
mönnum fyrir rétt fram, og ef dómandi vill eigi málum lúka, nema
honum sé nokkuð gefið til.15
Það er vitaskuld engin tilviljun, að hér eins og í norsku lögunum og
Jónsbók er spakmælið notað í sambandi við dómslýti, en í þessari grein
verður ekki um það rætt nánar, né heldur um þær hugmyndir frá
Alkuin, sem koma fram í þessum ritum öllum og einnig í Konungs-
skuggsjá.16
VI. Jarlmanns saga og Hermanns mun hafa verið rituð á 14. öld,
og er hún varðveitt í tveim gerðum, sem eru býsna sundurleitar. Sú sem
talin er eldri verður hér einkennd með bókstafnum a og hin yngri með
b. í sögunni hagar svo til, að Jarlmann gengur um hríð undir dulnefn-
inu Austvestan og sækir heim Serklandskonung í því skyni að bjarga
Ríkilát, sem enginn veit hvar er niðurkomin, Jarlmann virðist gruna, að
konungur sé valdur að brotthvarfi hennar. Hér þarf að leggjast djúpt til
ráða, og þá lýsir Jarlmann tilteknum annmörkum sínum í áheyrn kon-
ungs á þessa lund:
(a) Eigi má einn varast, nema viti. ‘Ég vil segja yður, konungur,’
segir hann, ‘og öllum þeim heyra vilja, hver löstur á mér er: ég er
svo forvitinn maður, að ég vil allt vita; stend ég upp um nætur, og
hlusta ég til hvar sem menn hafa launtal; stend ég á hleri hvar sem
ég kemst að, og má enginn vita hvar ég kem fram. En ef ég frétti
nokkuð, þá má ég öngu leyna. Látið opinbera þenna minn löst um
alla borgina, því að ég vil yður [hvergi] svíkja, og öngvan þann
sem mér trúir.17
(b) ... vildi ég að enginn maður hlyti hér illt af mér. Þó má eigi illt
varast, nema viti, og vil ég segja yður löst á mér: ég er svo forvit-
inn maður, að ég vildi allt vita, en ef ég verð nokkurs vís, þá má
ég öngu leyna, og verð ég allt að segja. Ég stend upp um nætur, og
geng ég að forvitnast hvað menn tala, ef ég kann nokkurs vís verða.
Því má hver maður varast að tala ekki fleira, en hirða eigi, hvenær
upp kemur.18
Þeir lestir sem hér er drepið á: forvitni (curiositas) og mælgi (loqua-
15 Postola sögur, útg. C. R. Unger, 1874, bls. 881-2.
16 Sjá Ole Widding, Alkuin i norsk-islandsk overlevering (1960) og tilvitnað rit
eftir Sverre Bagge.
17 Late Medieval lceiandic Romances III, útg. Agnete Loth, 1963, bls. 44-5.
18 Riddara sögur VI, útg. Bjarni Vilhjálmsson, 1954, bls. 215.