Gripla - 01.01.1982, Síða 127
MALUM NON VITATUR, NISI COGNITUM 123
citas) þóttu hvor um sig illir og þó sérstaklega varhugaverðir, ef þeir
fóru saman; en í sögunni þjóna þeir tilgangi Jarlmanns, því að með
hjálp þeirra tekst honum að komast að því, hvar konungur geymir
Ríkilát. Þessi grein er enginn staður til að ræða muninn á tveim gerð-
um Jarlmanns sögu og Hermanns, og væri slíkt þó býsna merkilegt
viðfangsefni, heldur skal einungis vikið að spakmælinu skáletraða.
Yngri gerðin hefur sömu setningu og Hirðskrá, en spakmælið í hinni
eldri ‘Eigi má einn varast, nema viti’ á hvergi sinn líka og þarf því
skýringar við. Orðið ‘einn’ í þessu samhengi er tvíþætt, þar sem það
getur verið annaðhvort frumlag sagnarinnar ‘má’ eða andlag sagnar-
innar að ‘varast’: ‘Eigi má maður varast, nema viti’ eða ‘Eigi má mann
varast, nema viti.’ Síðari kosturinn er vitaskuld öllu tækilegri, þar sem
samsvarandi orð (illan löst; illt) í öðrum gerðum eru í þolfalli. Ástæðu-
laust er að gera ráð fyrir því, að höfundur sögunnar hafi misskilið máls-
háttinn, heldur þykir mér hitt sennilegra, að hann eða einhver forveri
hans ella þá skrifari hafi vikið honum til af ásettu ráði. Þó er önnur
skýring hugsanleg, sem sé að hér sé um að ræða mislestur á afbrigðinu
*Eigi má mein varast, nema viti, þar sem orðið ‘mein’ væri þýðing á
malum og því sambærilegt við ‘illan löst’ og ‘illt’ í eldri dæmum. Sá
er þó auðsær ljóður á þessari tilgátu, að spakmælið *Eigi má mein
varast, nema viti mun hvergi koma fyrir utan þessarar ritsmíðar minnar.
VII. Árið 1303 snaraði Robert Mannyng af Brunne (c. 1264-1338)
Manuel des Pechiez á ensku og kallað verkið Handlyng synne.19 Ein-
hvern tíma á 15. öld var nokkrum þáttum úr þessu enska verki snarað
á íslenzku, m. a. dæmisögu um konu eina, sem gekk með presti og
eignaðist með honum fjóra syni. Eftir að faðir þeirra er fallinn frá,
hvetja synir móður sína að gera iðrun og yfirbót, en hún þverskallast
við. Nokkrum vetrum síðar deyr konan, og synir hennar vaka yfir líkinu
þrjár nætur; síðustu nóttina koma þangað fjendur, taka lík og líkbörur
og fara ‘niður til helvítis með allt saman til ævinlegrar vistar.’ Yngsti
bróðirinn, sem var mikill meistari,
prédikaði þetta ævintýr um allt England. Og hvar sem hann fór,
þá lét hann eigi af, hvorki fyrir skömm né hræðslu, [að tala] móti
19 Þýðing Roberts Mannyngs og franska frumritið voru tvívegis gefin út af
Frederick J. Furniwall, fyrst 1862 og síðar 1901-1903. Sjá Hugo Gering, Ísíendzk
œventýri II (Halle a. S. 1883), bls. 95, og þó einkum Einar G. Pétursson, Miðalda-
œvintýri þýdd úr ensku, 1976, bls. lxxxvii.