Gripla - 01.01.1982, Page 128
124
GRIPLA
þeim kvinnum, sem prestar taka, og allt fyrir sinnar móður skyld,
og að allar kvinnur skyldu varast að falla í þessa synd, þær sem
heyra þvílík dæmi, því varla má illt varast, nema viti. Og af öllum
vísdómi þá er (leiðrhdr. þar) sem mestur meistaradómur að láta
sér lærast hvað hann hefur heyrt sagt af annars illgerðum.20
Hér eins og víðar í fornum ritum fylgjast að spakmæli og dæmisaga,
enda styður hvort annað. Nú er það athygli vert, að Manuel des Pechiez
hefur ekkert sem samsvari spakmælinu í íslenzku gerðinni, en í Hand-
lyng synne beitir Robert Mannyng málshættinum He wyys ys, þat ware
ys, sem er almennara eðlis: ‘Sá er vitur sem varast,’ og minnir hann á
ýmis heilræði, sem hvetja menn að vera sífellt á varðbergi, án þess að
nefna sérstaklega löst eða illa hluti.21 Enski málshátturinn er að sjálf-
sögðu ekki óskyldur hinum íslenzka, enda má vel hugsa sér, að lýs-
ingarorðið ‘ware’ hafi gefið þýðanda hugmyndina að beita spakmæli
sem hafði samstofna sögnina að ‘varast’, og verður ekki annað sagt en
að íslenzka gerðin sé hér öllu þróttmeiri en hin enska. Hins vegar veitir
enski málshátturinn enga vitneskju um feril þess latneska spakmælis
sem hér hefur verið fjallað um.
Nú hafa verið talin öll þau dæmi í norrænum og íslenzkum fornritum
um þýðingar á malum non vitatur, nisi cognitum, sem mér er
kunnugt um. Þó má bæta við þeirri athugasemd, að bergmáli frá spak-
mælinu virðist bregða fyrir í Ólafs sögu helga (72. kafla í Hkr.), þar
sem lýst er viðbrögðum Svíakonungs við bónorði Hjalta Skeggjasonar
fyrir hönd Noregskonungs: ‘Ekki skaltu mæla slíkt, Hjalti, en eigi vil
20 Hér er farið eftir útgáfu Einars G. Péturssonar, sbr. síðustu nmgr., bls. 55-6.
Aður var dæmisagan gefin út af Hugo Gering, íslendzk œventýri I, 1882, bls.
125-6.
Um afstöðu íslenzku þýðingarinnar til enska textans farast Einari orð á þessa
lund: ‘Þegar íslensku þýðingarnar úr Handlyng Synne eru bornar saman við þýð-
ingarnar úr Gesta Romanorum sést, að textinn í Handlyng Synne er alltaf fjarlæg-
ari íslenskunni. Það bendir til, að milliliður í lausu máli hafi verið til, þótt hann
sé ekki þekktur nú. Sá milliliður hefur verið runninn frá fyllra handriti af Hand-
lyng Synne en nú er til . . .’ Miðaldacevintýri, bls. lxxxix.
21 I sambandi við enska málsháttinn má lauslega minnast þess, að orðin ‘vitur’
og ‘varast’ koma fyrir í spakmæli í norsku þýðingunni á 279. línu í Pamphilus de
amore: ‘Lítil sök spillir stundum, nema vitur varist það er spells er von.’ Útg. Lud-
vig Holm-Olsen, bls. 109. Latneski textinn hljóðar svo: ‘Causa pusilla nocet, sa-
piensque nocencia uitat.’ G. Cohen, La ‘comédie’ latine en France au XIIC siécle
(Paris 1931), II, bls. 204.