Gripla - 01.01.1982, Qupperneq 129
MALUM NON VITATUR, NISI COGNITUM 125
ég fyrkunna þig þessara orða, því að þú veizt eigi, hvað varast skal.
Ekki skal þann hinn digra mann konung kalla hér í minni hirð . ..’
Nú má draga dæmin saman í því skyni að fá yfirlit yfir norrænar og
íslenzkar gerðir hins latneska spakmælis. Þar sem Olafur Þórðarson er
svo hugulsamur að láta latneskan texta fljóta með, þá þarf ekki að fara
í neinar grafgötur um fyrirmynd hans. En eins og áður var gefið í skyn,
þá er ekki óhugsanlegt, að afbrigðið malum evitari potest, nisi
cognitum22 kunni að hafa alið af sér aðrar myndir spakmælisins á
móðurmáli voru; þó eru latnesku gerðirnar tvær svo náskyldar, að um
slíkt verður ekki staðhæft, enda má vel vera, að aðrar myndir latneska
orðskviðarins hafi tíðkazt forðum, þótt mér sé. ekki kunnugt um þær.
í öllum íslenzkum og norskum myndum spakmælisins helzt bygging
frumgerðar að því leyti, að ávallt fer skilyrðissetning á eftir aðalsetn-
ingu, og í hinni síðarnefndu er non vitatur snarað með ‘má varast’ og
atviksorðunum ‘eigi’ eða ‘varla’, sem skiptast raunar á í ýmsum máls-
háttum öðrum. En þegar þessum samkennum sleppir, er einsætt, að I
(Eigi má illan löst varast, nema hann sé fyrri kenndur) stendur sér
gagnvart öllum hinum, sem hafa getað komið frá sameiginlegri nor-
rænni frummynd, þótt með þeim gæti nokkurra tilbrigða. Ef við leggj-
um II (Má varla illt varast, nema vití) til grundvallar, sjáum við, að
skilyrðissetningin er hin sama í öllurn hinum nema V (með lítils háttar
breytingu), og aðalsetningin er samhljóða að heita má í öllum nema IV
og Vla, en áður hefur verið drepið á þau frávik. Latneska orðskviðn-
um virðist hafa verið snarað tvívegis á móðurmálið. Þýðing Olafs
Þórðarsonar reyndist of stirð til langlífis. En spakmælið í hinum áhrifa-
miklu lagaritum Magnúsar Hákonarsonar er orðað af mikilli snilld og
til frambúðar, þótt jafnvel því yrði hnikað til af mönnum, sem þóttust
geta gert betur.
Ein ástæðan til langlífis latneskra spakmæla í íslenzkum (eða norsk-
um) búningi er vafalaust sú, að þau voru þýdd af menntuðum mönnum,
sem létu sér annt um að færa útlendan lærdóm á vandað mál, og á hinn
bóginn voru íslendingasögur og önnur rit samin af klerkum, sem lært
höfðu þá list að beita orðskviðum á áhrifamikinn hátt. Enginn þarf að
efast um menntun þeirra, sem skráðu tiltekna kafla í Landslögum
Magnúsar lagabætis, Jónsbók og Hirðskrá, né heldur er ástæða að
22 Vel mætti hugsa sér, að NULLUM MALUM EVITARI POTEST, NISI
COGNITUM hafi verið þýtt *Ekki illt má varast, nema vitað sé, en síðan hafi at-
viksorðið ‘eigi’ leyst ‘ekki’ (þ. e. a. s. ‘ekkert’) af hólmi.