Gripla - 01.01.1982, Síða 152
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
GÖMUL GRÆNLANDSLÝSING
í Grænlands annálum er stuttur kafli með fyrirsögn: Grönlandice
vetus chorographia á afgömlu kveri, prentaður í Grönlands historiske
Mindesmœrker III, bls. 226 og 228, dönsk þýðing á bls. 227 og 229 og
athugasemdir við textann á bls. 229-33, ennfremur á bls. 38-39 í bók
minni, Grœnland í miðaldaritum, Reykjavík 1978 (stytt GÍM hér á
eftir), og athugasemdir við textann á bls. 234-42. Höfundur Grænlands
annála, Jón lærði Guðmundsson, hefur tekið þennan kafla eftir gömlu
handriti sem bersýnilega hefur verið torlæsilegt á köflum og sums staðar
ólæsilegt. Þetta sama gamla kver hefur Arngrímur lærði Jónsson notað
þegar hann samdi Gronlandia, sjá Bibl. Arn. X, bls. 237.22-238.17, og
XII, bls. 104, 334 og 351, og tekið þaðan fjarðatal. í GÍM taldi ég
hugsanlegt að Arngrímur hefði einnig tekið kirknatal eftir þessu sama
gamla kveri,1 en við nánari athugun virðist mér, að mismunur sá sem
bent hefur verið á að væri á kirknatali Flateyjarbókar2 og kirknatali
Arngríms sé ekki þess eðlis, að líklegt sé að Arngrímur hafi notað aðra
heimild en Flateyjarbók,3 nema svo ólíklega vilji til að hann hafi haft
heimild, hliðstæða kirknatali Flateyjarbókar, sem síðar hafi glatast. Ef
slík heimild hefur verið til er hugsanlegt að hún hafi verið notuð í
Griplu, en í henni hefur verið sagt, eins og í kirknatali Arngríms, að
fjórar kirkjur hafi verið í Vestribyggð, sjá GÍM, bls. 37 og 229-34. í
Flateyjarbók og kirknatali Arngríms eru kirkjustaðir nefndir með nafni,
t. d. Flat.: ‘hin fjórða í Vogum í Siglufirði’ og Arngrímur: ‘Wogum in
Siglufiord’, en í Grænlands annálum: ‘Siglufjörður, kirkja’. Ekkert
bendir til að bæjanöfnin hafi verið í kverinu gamla. Fjórði kirkjustaður-
inn í Vestribyggð, sem Arngrímur nefnir þannig: ‘N° in Andafiord’, er
1 GÍM, bls. 234.
2 GÍM, bls. 79.
3 Sjá: Finnur Jónsson, Grpnlands gamle Topografi efter Kilderne, Meddelelser
om Grtþnland XX, Kjdbenhavn 1899, bls. 289-98; Jakob Benediktsson, Arngrimi
Jonae Opera Latine conscripta, Bibl. Arn. X, bls. 242, og XII, bls. 104 og 353.