Gripla - 01.01.1982, Side 153
GÖMUL GRÆNLANDSLÝSING
149
hið eina í kirknatali hans, sem ekki getur verið komið úr Flateyjarbók,
og ekki bendir fjarðatal Arngríms til að þetta sé komið úr kverinu
gamla. í kirknatali Flateyjarbókar eru nefndar þrjár kirkjur í Vestri-
byggð, sem kemur heim við, að þar hafa einungis fundist rústir þriggja
kirkjustaða.4
í GÍM hef ég stungið upp á fáeinum leiðréttingum við texta kversins
gamla, eins og hann er varðveittur í Grænlands annálum. En þar sem
ég þykist nú sjá sumt betur en ég gerði, þegar ég var að ganga frá þeim
athugunum, finnst mér rétt að prenta þennan texta aftur. Textinn er hér
á eftir prentaður stafréttur eftir skásta handriti annálanna, AM 115
8vo, sem er skrifað af Birni Jónssyni á Skarðsá, og leshættir tveggja
handrita, Uppsala Delagardie Nr. 21 (auðkennt B1) og AM 768 4to
(auðkennt B~), eru prentaðir neðanmáls. Önnur ástæða til þess að mér
þykir rétt að taka þennan texta aftur til athugunar er að ég prentaði
fjarðatal Arngríms á bls. 235-36 í GÍM, en þar hefur orðið það slys, að
orðið kirkja hefur fallið niður á eftir tveimur fjarðanöfnum; á bls. 235
á að standa í aftari dálki: Hvalseyjarfjörður, kirkja, og á bls. 236 í aftari
dálki: Ragnafjörður, kirkja.
Villur eftirritara í texta þeim sem hér er prentaður hafa valdið mis-
skilningi sem víða verður vart í ritum um Grænland. Ég hef ekki séð
neina ástæðu til að rekja þann misskilning í athugasemdum við textann
hér á eftir.
^Grpnlandiæ vetus *chorographia | 2a af gpmlu kveri | 3Grænland
horfer i' utsudur. Syndst j 4er Heriölfs nes, Enn Hvarfs-gnijpa | 5næst
íirer vestann. þángad kom j 6Eyrekur hinn Raudi leingst. og liestz | 7þá
komúm firer botn Eyreks fiardar. þar er j 8stiarna er hafhverf heiter á
aus=[8tann verdu landi. þá Spalsund. | 10þá dráng ey. þá Splvadalur, |
lxhann er bygdnr austast. þá Töfa=|12fi9rdur, þá melracka nes. þá
her=|13iúlfs fiardar k/rkia, þá helliBeý. og | 14helliB eýiar fiprdwr. þá
Ketils-fiordur, | 15tvær k/rkiur, þá *hrakbiarnareý, 116Lund-eý, Sýllenda
af Eýreks firdi, | 17þá Álpta-figrdur, Siglufigrdur, k/rkia, | 18Hrafns
fiprdur. þá geingnr Sliettuf(iprdur) | 19af hafursfirdi, hornafiprdur,
Öfunj20dinn fiprdur. þar er Biskups stöll (þá verdwr | 21hann ad vera i'
botni Eýreksfiardar) þá j 22Eýreks fiardar k/rkia, af honum geingwr
aust=|23kars-fiordwr k/rkia, Hafgr/ms figrdwr. | 24hvalseýiar fiprdwr.
H-f. H.f. H-f. | 25Úr dýrnesi Þá ísafiprdwr, þar af gein=|26gur Úti bliks
4 Knud J. Krogh, Om Gr0nlands middelalderlige kirkebygninger, Minjar og
menntir, afmælisrit helgað Kristjáni Eldjárn, Reykjavík 1976, bls. 299.