Gripla - 01.01.1982, Síða 156
152
GRIPLA
að lesa: Hvarf heitir á austanverðu landi. Þá hefur verið byrjað að telja
örnefni austast í Eystribyggð, en síðan haldið áfram og talið í réttri röð
vestur um. Fyrri setningin er þá það sem í handritunum er skrifað: ‘ þar
er stiarna er haf-’. Þetta hlýtur að vera staðarákvörðun til viðmiðunar
um hve langt Eiríkur hinn rauði hafi komist lengst norður með vestur-
strönd Grænlands. Líklegast er að í þessari setningu sé ‘er’2 mislestur
fyrir of; ef svo er hefur setningin verið á þessa leið í kverinu gamla: þar
er stjarna of haf. Mislestur gæti stafað af því, að í kverinu gamla hafi
verið notað hátt s, skrifað þannig: f, og latneskt f, sem var skrifað líkt
og f í prentletri því sem nú tíðkast; í máðu handriti gat vafist fyrir eftir-
ritara að greina í milli þessara stafa, og trúlega hefur orðmyndin of
fyrir yfir komið seytjándu aldar manni ókunnuglega fyrir sjónir. Hins
vegar hefur eftirritari varla villst á f og r ef engilsaxneskt f hefur verið
notað í kverinu gamla, nema þar hafi verið notað r dregið þannig, að
leggurinn hafi náð niður fyrir línu. Þesskonar r og engilsaxneskt f gátu
vel farið saman í handritum frá nokkurra áratuga tímabili fyrir og eftir
1300. Svona mislestur gæti því bent til, að kverið gamla hafi annað-
hvort verið skrifað um 1200 eða um 1300.
En þótt líklegt sé að í kverinu gamla hafi staðið: þar er stjarna of
haf er ekki allt fengið; eftir er að átta sig á hvað þetta merkir. Þegar
talað er um stjörnu án nánari skilgreiningar í gömlum textum getur það
átt við pólstjörnuna, dagstjörnuna (Arcturus) eða sjöstjörnuna.6 Þegar
ég fjallaði um þennan texta í GÍM taldi ég líklegast að í kverinu gamla
væri átt við sjöstjörnuna og að setningin þar er stjarna of haf merkti að
þar hafi sjöstjarnan ekki gengið undir og að ömefna þeirra sem þessi
staðarákvörðun átti við væri þá að leita norður undir Diskóflóa.7 Þar
gerði ég ráð fyrir að þessi staðarákvörðun ætti við Hvarfsgnípu, en
hugsanlegt er að þetta eigi við þann stað, þangað sem Eiríkur rauði
komst lengst, sem samkvæmt Landnámu og Eiríks sögu er norður við
Snæfell og inni í Hrafnsfirði, en þangað sigldi Eiríkur samkvæmt þess-
um heimildum þriðja sumarið sem hann var á Grænlandi, eftir að hann
hafði haft vetursetu í Eiríkshólmum við Hvarfsgnípu. Að vísu verður
ekki betur séð af texta Grænlands annála en að staðarákvörðunin eigi
við Hvarfsgnípu, en þann möguleika verður að athuga, að í kverinu
gamla hafi setningin: Þangað kom Eiríkur hinn rauði lengst og lést þá
6 N. Beckman, Alfrceði íslenzk II, bls. cxlii-cxliv, og Nordisk kultur XXI, bls.
42-43.
7 GÍM, bls. 240-41.