Gripla - 01.01.1982, Síða 158
154
GRIPLA
því að þar er sól gengin undir sjóndeildarhring í norðvestri á Jakobs-
messudag.10 En ef hugað er að stað þar sem sólarhæð er hin sama um
miðnætti og heima í Görðum, þegar hún er í norðvestri, er staðarins að
leita um níu breiddargráðum norðar en Garðar, þ. e. á um það bil 70.
gráðu nb.11 Samkvæmt bréfi Halldórs prests af Grænlandi er Snæfell
enn norðar, og er þess þá væntanlega að leita fyrir norðan Diskóflóa.
Hvað sem um það er virðist augljóst að Snæfell hefur verið þar sem
Grænlendingar hinir fornu fóru lengst norður og einhvern fjörð norður
þar hafa þeir nefnt Hrafnsfjörð, en búast má við að Hvarfsgnípa hafi
verið nokkru sunnar.
Og þá er rétt að huga nánar að texta kversins gamla og reyna að
átta sig á, hvort staðarákvörðunin þar er stjarna oj haf eigi við Hvarfs-
gnípu eða Snæfell og Hrafnsfjörð. Augljóst er að setningin: og lést þá
kominn fyrir botn Eiríksfjarðar er af sömu rót runnin og texti Land-
námu og Eiríks sögu rauða. í texta kversins gamla í Grænlands annál-
um og í Landnámu stendur lést, en í handritum Eiríks sögu ‘þottizt’ í
Skálholtsbók (AM 557 4to) og ‘kvez’ í Hauksbók (AM 544 4to). Ef
þessari setningu hefði verið aukið inn í texta kversins gamla af höfundi
Grænlands annála væri þess að vænta að hann hefði notað sögnina
kveðst, eins og í texta Eiríks sögu í annálunum. Annar möguleiki er
að setningunni hafi verið aukið við af ritara kversins gamla, ef það
hefur verið eftirrit af eldra forriti. Þriðji kosturinn er að setningin sé
upphafleg í texta kversins gamla, og hefur sá texti þá verið notaður í
texta þeim sem er varðveittur í Landnámu og Eiríks sögu rauða og
aukið við hann af manni sem vissi að land hafði verið kannað norður
fyrir Hvarfsgnípu, allt norður til Snæfells. Að sjálfsögðu verður ekki
skorið úr þessu með vissu, en satt að segja virðist mér síðasti kosturinn
sennilegastur. En því er að skipta, að staðarákvörðunin þar er stjarna
of haf á við Hvarfsgnípu ef texti kversins gamla er upphaflegur, en
væntanlega við Snæfell ef texti Landnámu og Eiríks sögu rauða er eldri.
9 Spalsund. Þetta örnefni er talið næst á eftir Hvarfi, ef texti í kver-
inu gamla hefur verið eins og gert er ráð fyrir hér á undan. Ég gerði
ráð fyrir í GÍM, að Spalsund væri mislestur fyrir Hvalsund og væri
e. t. v. átt við stað þann sem ívar Bárðarson nefnir Hvalshyl í Beru-
firði;12 þá hefði h verið lesið sem s og v, væntanlega eyleturs-v, sem var
10 Fridtjof Nansen, ln Northern Mists, London 1911, I, bls. 311.
11 Þetta hefur Stefán Briem eðlisfræðingur frætt mig um.
12 GÍM, bls. 236.