Gripla - 01.01.1982, Side 159
GÖMUL GRÆNLANDSLÝSING
155
skrifað líkt og y, lesið sem p. Þetta er hugsanlegt, einkum að eyleturs-v
hafi verið lesið sem p. En við nánari athugun þykir mér ólíklegt að
eftirritari hafi lesið Hvalsund eða e. t. v. Svalsund sem Spalsund, sem
er lectio difficilior, þ. e. að ritari hafi sett torskilin leshátt í stað auð-
skilins, enda fæ ég ekki betur séð en að nafnið fái staðist. Fyrri hluti
nafnsins, Spal-, er þá af spölur, sem er u-stofn, og er nafnið þá sam-
bærilegt við t. d. Vallholt, sem er samsett af völlur (u-stofn) og holt.
Spölur var í fornu máli haft um það sem var mjótt og langt (sbr. bring-
spalir (-spelir)), t. d. rimla í grindverki.13 Þess er þá að vænta, að
Grænlendingar hafi nefnt Spalsund eitthvert langt og mjótt sund fyrir
vestan Hvarf.
13 ‘íiardar’ er ugglaust villa fyrir fjörður.
16 ‘Syllenda’. í fjarðatali Arngríms lærða stendur: Hrakbjarnarey,
Lundey, insulæ (/;. e. eyjar). Af þessu má ráða, að ‘Sýllenda’ í Grænlands
annálum sé mislestur fyrir eylertda eða eylendur.
16 af Eiríksfirði. Hrakbjarnarey og Lundey eru bæði í Grænlands
annálum og í fjarðatali Arngríms lærða taldar milli Ketilsfjarðar og
Alftafjarðar. Ef forsetningin af er hér í merkingunni út af getur Eiríks-
firði ekki verið rétt. Þess væri að vænta að þarna ætti að standa af
Álftafirði.
19 Hafursfirði er ugglaust villa fyrir Hrafnsfirði. Hér hefur letur í
kverinu gamla líklega verið máð. Sléttufjörður er alls ekki nefndur í
fjarðatali Arngríms; í stað 18-19 ‘þá geingnr Sliettuf(iordur) af hafurs-
firdi’ stendur þar ‘Hafafiordur’. Sléttufjörður er ekki nefndur í öðrum
heimildum en texta kversins gamla í Grænlands annálum.
20 Þar er byskupsstóll. Þessi athugasemd hefur sennilega komist
inn á skakkan stað, sjá hér á eftir; í stað þessa stendur ‘kirk.’ hjá Arn-
grími.
20-21 (þá verður hann að vera í botni Eiríksfjarðar). Þarna hefur
höfundur Grænlands annála ugglaust farið eftir Griplu, en í texta þeim
sem hann hefur tekið upp eftir henni stendur: ‘Garðar heita byskups-
stóll í botninum á Eireksfirði’, sjá GÍM, bls. 37.25.
22 ‘Eýreks tiardar’ í A og ‘Einarz fiardur’ í B er hvort tveggja rangt
fyrir Einarsfjörður. Athugasemdin í 20 Þar er byskupsstóll hefur líklega
verið skrifuð yfir línu eða á spássíu í kverinu gamla og hefur átt að
koma á eftir 22 Einarsfjörður, kirkja. Þetta gæti bent til þess, að þetta
13 Edda Snorra Sturlusonar, udg. ved Finnur Jónsson, K0benhavn 1931, bls.
53.18.