Gripla - 01.01.1982, Side 160
156
GRIPLA
fjarða- og kirknatal á Grænlandi hafi verið fest á blað áður en byskups-
stóll var settur í Görðum.
22-23 Óvíst er hvort á að lesa Austkarsfjörður eða Austkársfjörður.
í kirknatalinu í Flateyjarbók er talin kirkja undir Höfða í Austfirði næst
á undan byskupsstólnum í Görðum. Þar er væntanlega átt við fjörðinn
sem skerst austur úr Einarsfirði innarlega. Ef hann hefur heitið Aust-
kársfjörður er það náttúrunafn, væntanlega dregið af því að fjörðurinn
sé úfinn í austanátt.
24 ‘H-f. H.f. H-f.’ Þetta stendur vafalaust fyrir NN-f, NN-f, NN-f,
og á að lesa NN: nomen nescio, þ. e. nafnið þekki ég ekki, sem í göml-
um handritum var oft skrifað með bandi sem líktist lágu og breiðu H.
Höfundur Grænlands annála hefur ekki getað lesið orðið kirkja (eða
skammstöfunina ‘.k.’) á eftir 24 Hvalseyjarfjörður, en í fjarðatali Arn-
gríms stendur ‘k.’ á eftir þessu fjarðarnafni. Því næst stendur í hand-
ritum Grönlandíu Arngríms: ‘N°f’ í A og ‘Norf.’ í BC,14 sem líklegt er
að standi fyrir NN-f, en því næst: ‘Eriksfiord, 3 kirk.’ Ef Arngrímur
hefur getað lesið það sem þarna stóð í kverinu gamla betur en höfundur
Grænlands annála verður að gera ráð fyrir að í því hafi staðið ‘NN. f.
Eiríks fÍQrðr .iij. kirkiur’. Ef þetta er rétt hefur ritara kversins gamla
vantað nafn á einum firði milli Hvalseyjarfjarðar og Eiríksfjarðar; í
Grænlandslýsingu ívars Bárðarsonar er sá fjörður nefndur Kambstaða-
fjörður. Hugsanlegt er að höfundur Grænlands annála hafi grillt í
bandið fyrir nomen nescio í kverinu gamla og skrifað það þrisvar sinn-
um í stað alls þess sem hann gat ekki lesið. Texti Arngríms fær stuðn-
ing af kirknatali Flateyjarbókar; þar eru nefndar þrjár kirkjur milli
Einarsfjarðar og ísafjarðar: að Harðsteinabergi, í Brattahlíð og undir
Sólarfjöllum. Textinn er brenglaður, en verður naumast skilinn á annan
veg, en að allir þessir kirkjustaðir séu í Eiríksfirði, og kemur heim við,
að rústir kirkna hafa fundist á þremur bæjum í Eiríksfirði.15 En ólíklegt
er að nöfn kirkjustaðanna hafi verið nefnd á þessum stað í kverinu
gamla; í varðveittum texta þess eru engin bæjanöfn.
25 úr Dýrnesi. Engin leið er að vita hvað muni vanta á undan þess-
um orðum. í Grænlandslýsingu ívars Bárðarsonar er getið um Dýrnes-
kirkju: ‘Divrenes kircke er then stþrste kirckesogn som paa Grþnland
ligger, och ligger den samme kircke paa venstre handen som mand
1* Bibl. Arn. X, bls. 238, sbr. bls. 228.
15 Knud J. Krogh, nefnd grein, bls. 299.