Gripla - 01.01.1982, Page 161
GÖMUL GRÆNLANDSLÝSING
157
inzeigler i Ericksfiord.’16 (Dýrnessókn er stærsta kirkjusókn á Græn-
landi; kirkjan stendur til vinstri handar þegar siglt er inn Eiríksfjörð.)
I kverinu gamla hefur Dýrnes trúlega verið talið næst á eftir Eiríksfirði,
en á eftir Dýrnesi er talinn Isafjörður. Dýrnes ætti þá að vera á milli
Eiríksfjarðar og ísafjarðar. Þetta kemur heim við, að yst á nesinu fyrir
vestan Eiríksfjörð, spölkorn norður af Narssaq hefur fundist kirkju-
rúst.17
27-28 ‘þá he'iter E . . . -Kollu f(iqrdur)’. Af handritum Grænlands
annála og Grönlandíu Arngríms er auðséð að hvorki höfundur Græn-
lands annála né Arngrímur lærði hafa getað lesið það sem næst kom á
undan Kollufjörður. I GIM giskaði ég á, að í kverinu gamla hefði
staðið: ‘eN .i.’ á undan Kollufjörður og ætti að lesa enn einn,18 en
miðað við samhengi í texta væri eðlilegra að lesa þetta enn jyrsti.
25v2-3 Þá er úr hinni vestri byggð til Lýsufjarðar sex daga róður.
Höfundur Grænlands annála hefur sleppt að skrifa upp fjarðanöfn í
Vestribyggð eftir kverinu gamla, sbr. svigagreinina: {þá telur þar upp
jirði), sem er innskot höfundarins. í fjarðatali Arngríms eru hins vegar
nefndir tíu firðir í Vestribyggð og Lýsufjörður talinn fyrstur; einnig er
kirkja á Sandnesi í Lýsufirði nefnd fyrst af kirkjum í Vestribyggð í
kirknatali Flateyjarbókar, og Lýsufjörður er sagður í Vestribyggð bæði
í Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Af þessu er augljóst að 25v3
‘vestre bygd’ hlýtur að vera villa fyrir Eystribyggð, en setningin öll, Þá
er úr hinni vestri byggð til Lýsufjarðar sex daga róður er trúlega innskot
höfundar Grænlands annála og hefur væntanlega verið í svigum í frum-
riti þeirra.
4 þaðan. Engin leið er að segja um með vissu hvort þetta orð hefur
vísað til Lýsufjarðar í kverinu gamla, eða e. t. v. til þess fjarðar sem
síðastur var talinn í Vestribyggð, þ. e. Einarsfjarðar, og raunar er óvíst
að orðið þaðan hafi staðið í kverinu gamla. Vel má vera að þar hafi
staðið: Þá er úr hinni vestri byggð sex daga róður til Karlbúða.
6 umhverfis. Hér á eftir vantar í textann. í GÍM hef ég giskað á að
þarna hafi staðið: fyrir sunnan Bjarney og að texti 5-7 hafi verið: þá
þriggja daga róður til Bjarneyjar, tólj daga róður umhverjis; jyrir sunn-
16 Det gamle Gnjnlands beskrivelse af ívar Bárðarson, udg. af Finnur Jónsson,
K0benhavn 1930, bls. 27.
17 Knud J. Krogh, nefnd grein, bls. 299.
18 GÍM, bls. 39 og 237-38.