Gripla - 01.01.1982, Side 162
158
GRIPLA
an Bjarney Eisunes, Æðanes fyrir norðan.w Gallinn á þessu er sá, að
engin ey við Grænland er svo stór, að tólf daga róður hafi verið um-
hverfis hana, ef miðað er við að sex daga róður hafi verið úr Eystri-
byggð til Vestribyggðar. Ef talan ‘Xij’ er mislestur í Grænlands annál-
um kæmi til greina að hún stæði fyrir vij og v í kverinu gamla hafi verið
skrifað með legg dregnum niður fyrir línu (eyleturs-v). Ef Bjarney hefur
verið ey sú sem nú heitir Diskó er að vísu vel í lagt, að umhverfis hana
sé dagsróðri lengra en milli Eystribyggðar og Vestribyggðar, en ekki
verður þó sagt að það sé hrein fjarstæða. En eftir korti að dæma er ekki
fjarri lagi að sjóleiðin umhverfis Diskó sé um það bil tveir þriðju hlutar
vegalengdar úr nyrsta firði Eystribyggðar og inn í Lýsufjörð; samkvæmt
því ætti að standa ‘iiij’ í stað ‘Xij’. En ef miðað er við gamla leturgerð
og reynt að giska á hvaða tákn það hafi verið sem eftirritari á 17. öld
las sem ‘X’ kemur raunar helst til greina að það hafi verið karólínska
et-bandið, þ. e. &, sem aðeins verður vart í elstu íslenskum handritum.20
Ef ‘X’ er mislestur fyrir ok skrifað með karólínsku et-bandi hefur upp-
haflegur texti verið: þá þriggja daga róður til Bjarneyjar og tveggja
daga róður umhverjis. Þetta væri eðlilegur texti að öðru leyti en því,
að væntanlega hefur verið talið að meira en tveggja daga róður hafi
verið umhverfis Bjarney, ef Bjarney hefur verið eyja sú sem nú er nefnd
Diskó. Hlutfall milli annarra vegalengda sem eru nefndar í þessum
texta: sex daga róður úr Eystribyggð til Vestribyggðar, þaðan sex daga
róður til Karlbúða, þá þriggja daga róður til Bjarneyjar, er ekki fjarri
sanni, ef Karlbúðir hafa verið norður undir Diskóflóa.
8 ‘clxxxx’, þ. e. eitt hundrað og níu tigir, og er vafalaust átt við stórt
hundrað, þannig að talan stendur fyrir 120 + 90 = 210.
Texti þessarar gömlu Grænlandslýsingar er prentaður hér á eftir með
öllum þeim leiðréttingum sem stungið var upp á hér að framan. Textinn
er prentaður með stafsetningu þeirri sem nú tíðkast og aukinn með
örnefnum þeim sem Grönlandía Arngríms lærða hefur fram yfir texta
Grænlands annála, og eru þær viðbætur settar innan hornklofa. Orðið
kirkja er ekki tekið upp í texta á eftir 25rl9-20 Ófundinnfjörður, enda
þótt það standi á þessum stað í fjarðatali Arngríms, enda er ólíklegt
að kirkja hafi verið talin í þessum nafnprúða firði í kverinu gamla.
19 GÍM, bls. 238.
20 Sbr. Hreinn Benediktsson, Early Icelandic Script, Reykjavík 1965, bls. 52
og 91.