Gripla - 01.01.1982, Page 166
HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON
SAGNIR OG ÞJÓÐKVÆÐI
í SKÁLDSKAP GRÍMS THOMSENS
Ungur hreifst Grímur Thomsen af hugmyndinni um sjálfstæðar
þjóðarbókmenntir; bókmenntir hverrar þjóðar ættu að bera greinileg
sérkenni hennar. í riti sínu, Om den nyfranske Poesi, sem hann samdi
árið 1841 og kom út árið 1843 í Kaupmannahöfn ásamt löngum og
fróðlegum formála, réðst Grímur harkalega á skáld franska síðklassis-
ismans og ámælti þeim fyrir að hafa ekki ávaxtað andlega fjársjóði
þjóðarinnar; skáldskapur þeirra hefði ekki átt rætur í ‘fædrelandsk
(gothisk) Overtro, eller Ridderlivets Charakter’,1 og skáld þessa tímabils
hefðu vanrækt að láta blómgast ‘det Fr0 som slumrede i Riddertidens
provengalske Troubadoursange’.2 í stað þess að skapa með tilstyrk
þessara þjóðlegu fjársjóða ‘en Nationalpoesi, hvis inderlige Slægtskab
med Sæder, Skikke, Religion og Annaler vilde have gjort et ganske
anderledes varigt Indtryk paa hele Folket, svedte de over daarlige
Efterligninger af Horats og Pindar.’3 En einsýni var Grími fjarri, og
hann bendir á, að leiðir skáldanna að hjarta þjóða sinna séu í höfuð-
dráttum tvær: ‘Nu kan Digteren enten i sin Objektivitet gribe det al-
mindelige Menneskelige, som alle Nationer, alle Folkeslag have til-
fælles; han kan lege med de almindelige Fplelser og Lidenskaber, hvad
enten han individualiserer dem i bekjendte historiske Begivenheder,
eller han inkarnerer dem i sin egen Fantasis, sin egen poetiske
Skaberkrafts Skikkelser; eller han ogsaa kan lade mere konkrete, kun
hans eget Folks egne Fplelsenuancer, Skikke, Sædvaner, Historie etc.
træde frem i poetisk Form.’4
í ritinu, Om Lord Byron, sem kom út árið 1845, gerði Grímur hlut-
kenndari grein fyrir hugmyndum sínum um gildi þjóðlegra skáldskapar-
1 Om den nyfranske Poesi ... af Grímur Thomsen, cand. philos. Kjöbenhavn
1843, bls. 9.
2 Om den nyfranske Poesi, bls. 9.
3 Om den nyfranske Poesi, bls. 9-10.
4 Om den nyfranske Poesi, bls. 130-131.