Gripla - 01.01.1982, Page 170
166
GRIPLA
Ávarp Skúla til hestsins er einnig að mestu hugsmíð skáldsins, en úr
orðum sagnarinnar: ‘síðan hleypti hann klárnum með flugaferð á ein-
hvern hinn illgrýttasta óveg, sem verið hefur á landinu’, skapar skáldið
þessa lýsingu:
Tíðara Sörli en selningur á leiru
sinastælta bar í gljúfrum leggi,
glumruðu Skúla skeifurnar um eyru,
skóf af klettunum í hófa hreggi.
Rann hann yfir urðir, eins og örin
eða skjótur hvirfilbylur þjóti,
ennþá sjást á hellum hófaförin,
harðir fætur ruddu braut í grjóti.
Þarna hefur Grími orðið mikið úr knöppu orðalagi sagnarinnar og
notið gamalla og nýrra hestavísna. Sjálfur orti Grímur nokkrar í sígild-
um stíl, m. a. um uppáhaldshest sinn Sóta.19
í sögninni hjá Jóni Árnasyni er einnig tekið ákveðnar til orða um
eftirreiðina en í kvæðinu. í sögninni segir: ‘og þorði enginn hinna að
fara þar (þ. e. óveginn, HÖE) á eftir honum,’ en í kvæðinu segir svo:
Örðug fór að verða eftirreiðin,
allir hinir brátt úr sögu detta.
Um hitt ber sögninni og kvæðinu saman, að Sörli hafi fallið dauður
niður. í sögninni segir ekki, hvar það hafi verið, en í kvæðinu stendur:
á bökkum Hvítár féll hann dauður niður.
Sennilegast er þarna um skáldaleyfi að ræða hjá Grími, því að alllangt
er frá ‘bökkum Hvítár’ að Húsafelli, þar sem hesturinn átti að hafa
verið heygður samkvæmt kvæðinu, en hvorugt styðst við prentuðu
sögnina. Þá er nafns hestsins heldur ekki getið í sögninni.
Eins og sýnt hefur verið fram á, er allmikill munur á kvæði Gríms og
sögninni hjá Maurer og Jóni Árnasyni. Auðvitað getur vel verið, að
þetta séu einungis skáldlegar viðbætur, þó að það verði ekki full-
19 Ljóðmœli 1969, bls. 338.