Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 171
SAGNIR í SKÁLDSKAP GRÍMS THOMSENS
167
sannað. Einnig getur vel verið, að Grímur hafi þekkt undanreiðarsögn
þessa víðar að, en hún er til öllu fyllri annars staðar eins og Sigurður
Ólason hefur bent á í grein um Skúlaskeið í jólablaði Tímans árið
1956. Þá er heldur ekki ólíklegt, að Grímur hafi ort eftir sögn Borg-
firðinga eins og Sigurður getur sér til. Gæti sú tilgáta skýrt muninn á
kvæðinu og sögninni eins og hún er þekkt nú, því að heimildarmaður
Maurers var Pétur Sigurðsson á Mosfelli.20 Borgfirðingum var betur
trúandi til að kunna skil á smærri atriðum eins og tölu eftirreiðarmanna,
nöfnum þeirra, búsetu og hestakosti en Mosfellingum, þó að fróðir
væru.
Barnafoss21 er fyrsta kvæðið, sem Grímur orti, eftir að hann hafði
ákveðið að fara til íslands alfarinn árið 1866. Uppistaðan í því er
sögnin um Barnafoss í Hvítá. Átti nafn fossins að hafa verið dregið af
drukknun tveggja barna þar. Sögnin er varðveitt í tveimur tilbrigðum og
er annað prentað í íslenzkum æfintýrum árið 1852 og síðar í íslenzkum
þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar.22 Hafði Magnús Grímsson
skráð það tilbrigði eftir ‘vanalegri sögn manna í Borgarfirði.’23 Hitt
tilbrigðið hefur Kristleifur Þorsteinsson skráð, og er það prentað í riti
hans Úr byggðum Borgarfjarðar.24 Sögnin er fyllri í tilbrigði Magnúss,
t. d. er þar getið Músa-Bölverks, sem veitt hafi ‘Hvítá í gegnum ásinn’,
en því sleppir Kristleifur. Báðir eru sammála um, að móðir barnanna
hafi gefið kirkjunni í Reykholti Norður-Reyki í legkaup og Magnús
bætir Hraunsási og Húsafelli við. En sá munur þessara tilbrigða skiptir
kvæði Gríms engu máli, því að það er einungis um drukknun barnanna
tveggja. Ekki er auðséð, hvoru tilbrigðinu kvæði Gríms er skyldara.
Grímur getur um tvö börn eins og Kristleifur en ekki tvo stálpaða sonu
eins og Magnús. Varla er þó þetta nógu mikilvægt til að skera úr eftir
hvoru tilbrigðinu Grímur hefur getað farið. Þá segir Kristleifur: ‘Eitt
sinn átti að halda aftansöng á jólanótt á Gilsbakka.’ Þetta kemur heim
við ljóðlínurnar:
Hátíðarkvöld það heilagt var,
þau héldu af stað til árinnar.
2° JÁ n, aths. á bls. 572.
21 Ljóðmœli 1969, bls. 66-68. Sbr. aths. í Ljóðmœlum 1906, bls. 13.
22 JÁ II, bls. 105-106.
23 JÁ H, bls. 571.
24 Kristleifur Þorsteinsson: Úr byggðum Borgarfjarðar II. Reykjavík 1948,
bls. 276.