Gripla - 01.01.1982, Síða 172
168
GRIPLA
Af þessu má ráða, að Grímur hafi að minnsta kosti stuðst við munn-
mæli skyld texta Kristleifs. En hafi þessi tilbrigði verið skyld í höfuð-
dráttum, er ljóst, að Grímur hefur vikið frá þeim í tveimur veigamiklum
atriðum. Bæði Magnúsi og Kristleifi ber saman um, að eftir slysið hafi
húsfreyjan í Hraunsási látið brjóta steinbogann af Hvítá. En í kvæðis-
lokum stendur: , ,, „ , ,.
þvi boganum af ser ain vatt
og ofan hratt.
Þá eru Magnús og Kristleifur einnig sammála um, að börnin hafi
dottið út af steinboganum, án þess að nokkur vættur hafi átt hlut að.
í kvæðinu er hins vegar gefið í skyn, að gýgurin hafi heillað börnin
til sín.
Ekki verður nú úr því skorið, hvernig Grímur hefur heyrt sagt frá
drukknun barnanna í Hvítá. Freistandi er að geta sér þess til, að hann
hafi stuðst við tilbrigði af sögninni, sem ekki hefur varðveist í óbundnu
máli. Gýgir í fossum eru heldur fátíðar í íslenskum sögnum frá seinni
öldum, og enn grunsamlegra er, þegar þær seiða til sín börn með
hörpuslætti. Tröllkonur voru að vísu gjarnar á að seiða til sín menn,
en þær gerðu það ekki með hörpuslætti nema í ævintýrum, þegar þær
höfðu skipt hömum og sátu í skógarrjóðrum fyrir sendimönnum kon-
unga í brúðarleit. Samt er ekki ólíklegt, að hin forna trú á margýgi hafi
vakað fyrir Grími, en samkvæmt henni á margýgurin að vera gjörn á
að ‘svæfa menn með sönglist sinni og granda síðan.’25 Af slíkum gýgjum
voru hinar forngrísku sírenur, sem hinn ráðagóði Odysseifur hlýddi á
forðum daga, einna frægastar. Á dögum Gríms var kvæði Heines um
Lorelei einnig orðið þekkt í Evrópu, og söngur þessara fláráðu vætta
minnir undramikið á seið gýgjarinnar í Hvítárgljúfrinu og söng huldu-
konunnar í Leiðslu.
Jólnasumbl er fyrst prentað í ísafold árið 1878.26 Þar er því lýst,
hvernig menn og vættir halda ‘heilagt jólakvöld’. Af hinum síðarnefndu
eru taldir þursar, álfar og dvergar. Allt er jólahaldið hið fjörugasta og
kynlegasta. Skessurnar stíga dansinn stórt, í gýgjarsal er ‘galdra spilað
lag’, og fossinn leikur á langspil ‘Litla Tröllaslag’. Svo lýsa vafurlogar
dvergunum ‘lystugt yfir mó’.
Grímur hefur víða leitað fanga í kvæði þetta. Af huldufólkssögum
25 JÁ m, bls. 201.
26 Viðaukablað ísafoldar V, 1878, nr. 32. Sjá einnig Lfóðmæli 1969, bls. 59-
62.