Gripla - 01.01.1982, Síða 173
SAGNIR í SKÁLDSKAP GRÍMS THOMSENS 169
hefur skáldinu verið kunnugt um jóla- og nýársgleðir álfa, en færri
sagnir hafa verið skráðar á bækur um jólagleðir trölla. Þó er þarna sá
munur á, að samkvæmt sögnum vildu álfar helst halda gleðir sínar
innanhúss en ekki utan eins og álfarnir í Jólnasumbli.27 Um dans álfa
á svelli er þó getið í sögn vestan úr Dölum.28
Dans tröllanna kemur kunnuglega fyrir sjónir, því að varðveist hafa
tröllaslagir, — því miður eingöngu textar —, og Faldafeykir er þekktur
úr Bósa sögu.29 í íslenskri þjóðtrú er einnig lítt getið hljóðfærasláttar
fossa, en verið getur, að skáldið hafi látið hugann reika til ‘fossegrimen’
og ‘strömkarlen’ í norskri og sænskri þjóðtrú.30
Ólag er um skipreika á Landeyjasandi.31 Um lag og ólag stendur í
Þjóðsögum Jóns Árnasonar, ‘að þrjár öldur miklar fylgist jafnan að
hver á eftir annarri og heita þær ólag, en bilið sem verður á milli þeirra
heitir lag.’32 Miklu skipti að hitta á lagið í brimlendingu, en í erindinu
stendur:
magnast olaga afl,
einn fer kuggur í land;
Samkvæmt þessu hefur kuggurinn farið í land á fyrstu eða annarri öld-
unni, en það átti einmitt að varast, enda
rís úr gráðinu gafl,
þegar gegnir sem verst.
Verið getur einnig, að þessi gafl sé ekki önnur eða þriðja aldan í
ólaginu heldur svokallaður násjór, en þeir ‘eru annaðhvort þrír, sex eða
níu; falla þeir hver á fætur öðrum.’ Ólagsöldur gátu hins vegar stundum
verið sex, tólf, átján eða tuttugu og fjórar.33 Grímur lætur níu boða
skálma í lest, og gæti þarna örlað á sérstöku Suðurnesjatilbrigði af þjóð-
trúnni, þó að ekki verði það sannað.
Stokkseyrarreimleikinn,3i — ortur 1892 en prentaður fyrst ári síðar
27 Sbr. m. a. JÁ I, bls. 114-116.
28 Rauðskinna hin nýrri (Jón Thorarensen ritaði og tók saman) I. bindi, bls. 87-
88. Reykjavík 1971.
29 Tröllaslagir eru prentaðir í Islenzkir vikivakar og vikivakakvœði. Ólafur
Davíðsson hefir samið og safnað. Kaupmannahöfn 1894, bls. 357-364. Á Falda-
feyki er minnst í 12. kafla Bósa sögu og Herrauðs.
30 Sjá ‘nácken’ í Kulturliistorisk leksikon for nordisk middelaider, XII. bindi.
31 Ljóðmœli 1969, bls. 203.
32-33 já I, bls. 657.
34 Ljóðmœli 1969, bls. 320. Pr. fyrst í Fjallkonunni 1893, X, 1.