Gripla - 01.01.1982, Page 174
170
GRIPLA
—, er eina gamankvæði Gríms út af þjóðsögu. Það er ort, eins og
nafnið bendir til, um reimleika mikla í verbúðunum á Stokkseyri vetur-
inn 1892, svo að Grímur hefur hent efnið á lofti. Þessir reimleikar þóttu
hinir mögnuðustu, enda héldust menn ekki við í rúmum um nætur. Af
þessu gerðust miklar sagnir, sem menn kepptust við að skrá, áður en
þær gengjust mjög í munni, og tókst það eftir sjónar- og heyrnarvott-
um.35 Við samanburð á sögnunum og kvæði Gríms sést, að Grímur
hefur aðeins haft þær til hliðsjónar, en hins vegar bætt ýmsu við, sem
ekki er getið í þeim. Grímur lætur drauginn ríða húsum að fornum og
nýjum sið, svo að dæmi sé nefnt. Hins vegar er saltfiskurinn afturgengni
varla hefðbundið sagnaminni, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Vel
getur svo sem verið, að ekki séu þetta viðbætur Gríms sjálfs heldur úr
ýkjusögum þeim, ‘sem út af þessu (reimleikunum, HÖE) spunnust’,36
enda hafa þær ef til vill ekki verið giska alvarlegar allar. Sjálfir héldu
sjómennirnir, að þarna hefðu gert vart við sig kunnir og magnaðir
draugar eins og Skerflóðs-Móri, svo að athugasemdin:
Komið er því kölska hyski
að kenna verkun þeim á fiski,
er langlíklegast eftir Grím. Varla hafa sunnlenskir vermenn talið sig
hafa margt að sækja til afturgenginna Spánverja um saltfiskverkun.
Jón tíkargjólu37 orti Grímur eftir sögn, sem Þórbergur Þórðarson
skráði löngu síðar.38 Jón þessi var veiðimaður í kappsfyllra lagi og
skaut á sel, en selurinn raknaði svo úr rotinu. Sá Jón þá þann grænstan
að þrífa í dindilinn og láta selinn draga sig. Rekur Grímur sögnina svo
nákvæmlega, að hann tilfærir orðatiltæki Jóns. Þessa sögn hefur Grímur
líklegast heyrt í æsku á Bessastöðum, því að Jón tíkargjóla bjó í Örfiris-
ey við Reykjavík og dó árið 1816.39
í kvæðinu um Árna Oddsson biskups40 rekur Grímur ekki sagnimar
um málaferli þeirra feðga við Herluf Daae höfuðsmann, heldur yrkir
35 íslenzkir sagnaþœttir og þjóðsögur. Safnað hefir Guðni Jónsson. Reykjavík
1944. V, bls. 5-40. Dulrœnar smásögur. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi. Safn-
andi. Bessastaðir 1907, bls. 91-93. Sjá einnig Stokkseyrarundrin í Þjóðsögum og
munnmælum Jóns Þorkelssonar, bls. 385-389. Reykjavík 1956.
36 Dulrœnar smásögur, bls. 93.
37 Ljóðmœli 1969, bls. 263-264.
38 Gráskinna hin meiri I, bls. 83-85.
36 JÁ VI, bls. 126.
« Ljóðmœli 1969, bls. 191-192.