Gripla - 01.01.1982, Qupperneq 177
SAGNIR í SKÁLDSKAP GRÍMS THOMSENS
173
um gandreið prestkonu einnar á lifandi manni, en vinkonur hennar létu
sér nægja að ríða beinum og öðru þess háttar, enda ekki eins vel að sér
í töfrabrögðum.32 Eldri heimildir eru miklu fjölskrúðugri um kveld-
riður. Geirríði, dóttur Þórólfs bægifóts, var stefnt fyrir að vera kveld-
riða, og kveldriða er getið bæði í Hrímgerðarmálum í Helga kviðu
Hjörvarðssonar og Illuga sögu Gríðarfóstra.53 Getur því verið, að
Grímur hafi frekar haft í huga forna, íslenska þjóðtrú en þjóðtrú frá
seinni öldum, þegar hann orti kvæði sitt.
Hrólfur sterki í elli er um það, hvernig Hrólfur sterki Bjarnason
leysti syni sína tvo úr fangelsinu á Bessastöðum.54 í þjóðsagnasafni Jóns
Árnasonar er prentuð sögn, sem er alllík kvæði Gríms.55 Helst ber það
á milli, að samkvæmt sögninni í Þjóðsögunum var aðeins annar sonur
Hrólfs, Verri-Bjarni, settur í fangelsi en ekki báðir eins og stendur í
kvæðinu. Grímur minnist heldur ekki á berserksganginn, sem á að hafa
runnið á Hrólf, þegar hann kom í túnið á Bessastöðum. I staðinn lætur
Grímur Hrólf snúa sundur vettlinga sína þegjandi. Enn er það, að í
kvæðinu gerir Hrólfur sérstaka ferð eftir sonum sínum, en nær ekki í
þá í skreiðarferð eins og í sögninni. Engin áminningarorð Hrólfs til
sona sinna eru heldur í sögninni hjá Jóni Árnasyni, og er ekki ólíklegt,
að Grímur hafi skáldað þau sjálfur.
Eins og endranær er ekki auðráðið, hvernig munur þessi sé til kom-
inn. Verið getur, að Grímur hafi heyrt annað afbrigði sagnarinnar en
síra Skúli Gíslason skráði ‘eftir Einari Bjarnasyni og fleiri’.56 Hafi það
tilbrigði verið þekktara á Bessastöðum en hið skagfirska tilbrigði Skúla.
Meginuppistaðan í kvæðinu Fuglaveiðin57 er huldufólkstrúin, þó að
erfitt sé að finna þessari skoðun Gríms stað í íslenskum huldufólks-
sögum:
Því álfa fólkið eignar sér
í alifugla stað
þá fugla, sem að veiðum vér,
og vill ei líða það.
52 JÁ I, bls. 427-428.
53 Eyrbyggja, 16. kapítuli; Helgakviða Hjörvarðssonar, 15. erindi; Illuga saga
Gríðarfóstra, 2. kapítuli.
54 Ljóðmœli 1969, bls. 326; fyrst pr. í Sunnanfara IV, 1895, nr. 9.
55 JÁ II, bls. 151.
56 JÁ II, bls. 573.
57 Ljóðmceli 1969, bls. 235-237.