Gripla - 01.01.1982, Síða 178
174
GRIPLA
Hitt ber að hafa í huga, að nóg er af sögnum um, hve hættulegt sé
að gera á hlut huldufólks,58 og langrækni þess er lýst í þessum ljóðlín-
um:
sé huldufólk þér gramt, þá grær
þér geðið seint um heilt.
Kveikjan að kvæðinu um Reynistaðarbrœður59 hefur verið draumvísa
Bjarna Halldórssonar.60 Grímur hefur kunnað hana líka því, sem hún
er prentuð í þjóðsagnasafni Jóns Arnasonar:
Tilbrigði Gríms:
Okkur finna enginn má
undir fanna hjarni;
daga þrjá yfir dauðum ná
dapur sat hann Bjarni.
Tilbrigðið í þjóðsagnasafni JÁ:
Enginn finna okkur má
undir fanna hjarni;
dægur þrjú yfir dauðum ná
dapur sat hann Bjarni.
Úr harmsögu þeirra Reynistaðarbræðra — sé miðað við gerð sagnar-
innar í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar61 — hefur Grímur sleppt fjár-
kaupunum, samkveðlingum Bjarna Halldórssonar og prests nokkurs,
reiðiorðum prestsins, sem urðu að áhrínsorðum, óhug Einars Halldórs-
sonar litla, eftirleitan galdramannsins eftir líkum bræðranna og fundi
líka þeirra og Jóns Austmanns. Hann yrkir eingöngu um hina vonlausu
baráttu við íslensku vetrarveðráttuna á öræfum uppi. Vegna þessa
stranga úrvals er erfitt að skera úr því, hvaða gerð Grímur hefur þekkt.
Tilbrigðið af draumvísunni, sem Grímur vitnar til, er svo náskylt til-
brigðinu í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar, að það sannar fátt til eða
frá. Svo má heldur ekki gleyma, að Grímur var ekki hálfþrítugur, þegar
bein Reynistaðarbræðra fundust. Þá er líklegt, að sögnin um hvarf
þeirra og Jóns Austmanns hafi komist aftur á kreik.
Bessi bryti02 er um árás á óvinsælan bryta í Skálholtsskóla:
Þeir hötuðust við Bessa bryta,
biskupi var seggur trúr.
Hann sker oss þunna skammrifsbita,
og skammtar öllum hnefa úr,
58 JÁ I, bls. 31-40.
59 Ljóðmœli 1969, bls. 366-368.
60 JÁ I, bls. 222.
61 JÁ I, bls. 221-223.
62 Ljóðmœli 1969, bls. 370-372.