Gripla - 01.01.1982, Page 179
SAGNIR í SKÁLDSKAP GRÍMS THOMSENS
175
og eigi er von að eflist fjörið,
því illt og lítið bæði er smjörið.
Er því Bessa í undirgangi
eitt kvöld haldinn ‘rimbaldinn’;
átti bryti fullt í fangi,
en fær var hann og harðsnúinn,
og dimmt og þröngt var dularskotið,
svo drengir fengu sín ei notið.
Svo fór, að leikurinn barst í kirkjugarðinn og ‘margir þar í myrkri
villtust’. Þeim var samt bjargað öllum að lokum, moldugum og sneypt-
um, og féll svo niður allt frekara smjörtal af pilta hálfu.
Fróðlegt er að bera kvæðið saman við skýrslu biskups til stiftamt-
manns um árásina á Bessa.63 Aðalefni hennar er á þessa leið: Aðfara-
nótt 15. desember 1783 sátu tveir skólapiltar fyrir Bessa Sigurðssyni
bryta í dimmum gangi. Greip annar fyrir munn honum, en hinn veitti
honum höfuðhögg. En Bessi kom vörnum við, náði taki á öðrum
árásarmanninum og tókst að draga hann til dómkirkjuprestsins. Árás-
armennirnir játuðu svo við strangar yfirheyrslur, að brytinn hefði ekkert
tilefni gefið til árásarinnar, en komið hefði til lítils háttar rökræðna í
borðstofunni. Hefði einn piltanna sagt, að nú þyrfti að refsa brytanum,
því að nú væri langt um liðið frá því, að hefði verið ‘tekið uppá hönum’.
Eins og sjá má, ber skýrslu biskups og kvæðinu ekki alls kostar
saman. Af skýrslunni er helst að ráða, að piltar hafi verið vanir að veita
bryta ráðningu öðru hvoru. í kvæðinu kemur svo fram hin raunveru-
lega ástæða fyrir árásinni, ef marka má það. Varla hafa piltar samt
gert ráð fyrir, að brytinn gæti ráðið neina bót á matarskortinum, svo að
valt er að treysta kvæðinu til fulls að þessu leyti. ‘Rimbalda’ getur hvergi
í skjallegum heimildum frá þessum tíma, en líklegast víkur Grímur hér
að þeim sið pilta að berja bombalda.64 Gangurinn myrki, þar sem árásin
varð, er svo sennilega skólaskálagangurinn, en hann var tengdur undir-
63 Skýrslan er dagsett 16. janúar 1784 og er í bréfum Hannesar Finnssonar
Skálholtsbiskups til stiftamtmanns, Stamtm. III, 55. Ekki er þekkt ætt Bessa Sig-
urðssonar, en hann var bryti á Skálholtsstað 1783, sbr. Skálholtshátíðin 1956.
Hafnarfjörður 1958, bls. 255.
64 Skálholtshátíðin 1956, bls. 253. Bombaldi nefndust uppþot eða galsi skóla-
sveina í Skálholti.