Gripla - 01.01.1982, Síða 180
176
GRIPLA
ganginum, sem lá milli kirkju og bæjar. Á uppdrætti frá 1784 sést, að
undirgangurinn hefur legið gegnum kirkjugarðinn.85
Samkvæmt undirfyrirsögn er kvæðið um Bessa bryta ‘sögn úr Skál-
holtsskóla um 1770’.66 Að nokkru stangast þetta á við ritaðar heimildir,
því að samkvæmt Brytabók Skálholtsstóls var Einar Bjarnason bryti
frá því á fardögum 1764 til fardaga 1776.67 Einar átti löngum í útistöð-
um við pilta að sögn Árna Helgasonar stiftprófasts. Þó tók steininn úr,
þegar Einar fór, ‘en það lá við, að þeir (skólapiltar, HÖE) dræpu bryt-
ann, sem kom eptir hann, sem klagaði þá fyrir þeirra bernskubrögð, en
hefndi sín aldrei sjálfur.’68 Ekki sést, hvort frásögn Árna á efalaust við
Bessa bryta. Munurinn á henni og skýrslu biskups getur stafað af því,
að frásögnin hafi verið komin í munnmæli, þegar Árni skráir hana
annaðhvort eftir föður sínum, sem var í Skálholtsskóla 1768-1774,
eða heimilismönnum í Skálholti, en Árni var þar kennari 1799-1804.
Er eins líklegt, að þarna hafi blandast saman við frásagnir af óöld hinni
miklu í skólanum á árunum 1769-1770, en þá var þar barinn bombaldi
svo mikill, að flestum þótti nóg um.69 Kvæði Gríms er því ‘sögn úr
Skálholtsskóla’ í sönnum skilningi orðsins, en hitt er meira vafamál,
hvort hún er frá því ‘um 1770’ að öllu leyti efnislega.
30. maí 17681° er um j,jna hörmulegu drukknun Eggerts Ólafssonar
varalögmanns, eiginkonu hans og fylgdarliðs á Breiðafirði. Þar er ekki
rakinn aðdragandinn að þessari feigðarför en lýst aðstæðum með fáum
orðum. Knörrinn vænn og valin skipshöfn,
vandaður og traustur reiði,
sumarlangur sólskinsdagur,
sjórinn kyrr og hagstætt leiði;
en Gilsfjarðar úr botni bólar
á bliku milli hafs og sólar.
Þá eru rakin orðaskipti Eggerts og Gissurar formanns bæði um
veðurfar og hleðsluna í bátnum. Um hjónin yrkir Grímur svo:
65 Kristján Eldjárn: Undirgangurinn í Skálholti í Afmœlisriti Björns Sigfússon-
ar. Reykjavík 1975, bls. 169.
66 Ljóðmœli 1969, bls. 370; LjóÖmccli 1906, bls. 85.
67 Brytabók Skálholtsstóls 1756-1776 nieð útviktabók 1786 í Þjóðskjalasafni,
merkt A VII, 7 í Biskupsskjalasafni.
68 Safn til sögu Islands og íslenzkra bókmenta IV, bls. 80-81.
69 Skálholtshátíðin 1956, bls. 253.
1° LjóÖmœli 1969, bls. 327-328.