Gripla - 01.01.1982, Page 181
SAGNIR í SKÁLDSKAP GRÍMS THOMSENS
177
Konan sat í söðli á búlka,
sjálfur Eggert undir stýri.
‘Betra væri að brúður sæti
borði lægra á hlunnadýri.
Lágur sess er löngum hægur.
Liðið er eigi þetta dægur.’
En úti á flóanum gerir ofsaveður, Ingibjörgu tekur út, og skipið ferst,
þegar Eggert sleppir stýristaumunum til að bjarga eiginkonu sinni.
Eggert komst þrívegis á kjöl en fórst, þegar hann ætlaði að klífa hann
í fjórða sinni. Lýkur kvæðinu svo:
Allir segja, að eftir slysið
óðar hafi úr veðri dregið;
vildi Rán ei fleiri feiga,
frumburðar var offrið þegið.
Hún af enda valdi ei verra.
Vandi er að skilja lífsins herra.
Svo er að sjá, að margar sagnir hafi myndast snemma um feigðar-
för Eggerts Ólafssonar.71 Ein þeirra varð Matthíasi Jochumssyni að
yrkisefni, og er hún talsvert frábrugðin sögninni, sem Grímur hefur
þekkt.72 Kvæði Gríms og sögnum Daða Níelssonar fróða ber í megin-
dráttum allvel saman.73 Þó skilur nokkuð á milli, t. d. er andmæla Giss-
urar formanns gegn sessi Ingibjargar lögmannsfrúar ekki getið í sögnum
Daða, og heldur ekki hinna skjótu veðrabrigða eftir slysið. Viðvarana
Jóns Arasonar formanns á fylgdarskipinu við sjóferðinni er hins vegar
sleppt í kvæðinu. Verið getur því, að Grímur hafi einnig þekkt um þetta
aðrar sagnir eða annað tilbrigði sagna Daða.
Þorbjörn kólka7i er um landnámsmanninn samnefnda á Kólkumýr-
um, Ásum í Húnaþingi. Um hann gengu margar sagnir á seinni öldum,
sem skráðar voru á 19. öld. Úr þeim hefur Grímur valið sögnina um
björgun Hafnamanna úr sjávarháska, og er kvæði hans skylt að efni
sögninni í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar.75 Þeim ber saman um, að
71 Vilhjálmur Þ. Gíslason: Eggert Ólafsson. Reykjavík 1926, bls. 415.
72 Matthías Jochumsson: Ljóð ... Olafur Briem bjó til prentunar. Reykjavík
1980, 164-165.
73 Eggert Ólafsson, bls. 410-413.
™ Ljóðmteli 1969, bls. 342-344.
73 JÁ II, bls. 130-131.
Gripla V — 12