Gripla - 01.01.1982, Page 182
178
GRIPLA
Þorbjörn kólka hafi róið einskipa á áttæringi og bjargað Hafnamönnum
á miðinu Olboga í landsunnanroki. Ummæli Þorbjarnar í sögninni . .
mörg verður ekkja á Hafnabúðum í kvöld’, skila sér efnislega í síðasta
erindi kvæðisins:
Margar fórust fiskisnekkjur
fyrir Skaga sama daginn,
margar konur urðu ekkjur,
yndi og stoð þær misstu í sæinn.
Nokkuð greinir sögnina og kvæðið á, og er það helst, að Grímur
lætur Þorbjörn bjarga tveimur skipum en ekki einu eins og í sögninni
— því seinna á Bjargamiði. Þá er Þorbjörn forspár í kvæði Gríms, en
það er hann ekki í sögninni, eins og hún er hjá Jóni Árnasyni, því að í
kvæðinu segir:
Enginn fleytu ýtti úr sandi,
ef að Þorbjörn sat í landi.
Veðurviska af þessu tagi hefur oft verið eignuð álfum, og má vera,
að Grímur hafi talið Þorbjörn eins konar vætt. En vel kemur til greina,
að Grímur hafi forvisku Þorbjarnar og björgun tveggja skipa í stað eins
úr öðrum munnmælum. Sýnt er líka, að Grímur hefur þekkt sögnina
um mið Þorbjarnar — hann lætur Þorbjörn róa út á Sporðagrunn eins
og í sögninni stendur — og úr miðavísu Þorbjarnar hefur skáldið fengið
Bjargamið.78
Erfitt er að finna Útilegumanninum stað í skráðum sögnum.77 í
þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar er reyndar útilegumannasagan Þor-
steinn á Pund og Gestur,78 og er hún um kaupstaðarferð útilegumanns
eins og kvæði Gríms. Eins og í kvæðinu er úttekt útilegumannsins í
óbrotnasta og varlegasta lagi, nema hvað útilegumaðurinn í sögninni
leyfir sér að taka út brauð, og fer ekki alveg skuldlaus úr kaupstaðnum
eins og útilegumaðurinn í kvæði Gríms. Annað, sem á milli ber, skiptir
ekki sköpum í mannlýsingunni.
Snorratak79 er um ungan svein, sem kemur að Húsafelli í Borgar-
firði til að þreyta aflraunir, en getur svo ekki valdið steininum og missir
78 JÁ II, bls. 131.
7T Ljóðmceli 1969, bls. 353-355.
78 JÁ II, bls. 172-173.
79 Ljóðmœli 1969, bls. 345-346.