Gripla - 01.01.1982, Side 183
SAGNIR í SKÁLDSKAP GRÍMS THOMSENS 179
hann niður á jafnsléttu. Þá kemur séra Snorri og hefur klettinn þangað
‘sem áður var’.
í kvæðinu er stuðst við sagnir um landsfrægar aflraunir séra Snorra
Björnssonar á Húsafelli. Hitt er svo erfiðara að tengja kvæðið örugg-
lega við þekktar sagnir um þær. Um steinatök á Húsafelli eru til
greinilegar sagnir hins virta fræðimanns Kristleifs Þorsteinssonar á
Stóra-Kroppi,80 sem var sjálfur af Húsafellsætt. Samkvæmt ættarsögn-
um hans var enginn aflraunasteinn í bæjarsundi á Húsafelli í tíð séra
Snorra. í grein sinni um þetta efni bendir Kristleifur á, að í sjálfsævi-
sögu Jóns Espólíns sýslumanns, sem Gísli Konráðsson þýddi úr dönsku,
sé sögn af aflraunum Espólíns og séra Snorra.81 Hafi Espólín ‘með engu
móti komið Hálfsterk á garðinn upp’,82 en ‘prestur tók hann síðan og
kom upp á garðinn.’83 Kristleifur bendir réttilega á, að ekki hafi séra
Snorri getað valdið Hálfsterk þessum nær hálfníræður, enda hafi steinn-
inn verið talinn mikill. Þar að auki hafi aldrei neinn steinn að nafni
Hálfsterkur verið til á Húsafelli. Kristleifur getur þess til, að þrjár
þrautir við hinn sama stein (Kvíahelluna, HÖE) hafi breyst í þrjá steina
í munnmælunum.84 Setur Kristleifur fram þá tilgátu, að Grímur hafi
haft sögnina um aflraunir kraftamannanna frægu, Espólíns og séra
Snorra, til hliðsjónar.85 Vel getur svo verið, að sögn þessi sé spunnin
upp af óvildarmönnum Espólíns, sem hafi verið heldur illa að sér um
aflraunasteina á Húsafelli og blandað saman Kvíahellunni og Hálfsterk
í Dritvík.
Minni áhrifa þjóðkvæða en þjóðsagna gætir í ljóðmælum Gríms
Thomsens, en tengsl þjóðkvæðanna við skáldskap hans eru nokkru
flóknari.
Snemma urðu húsgangar Grími að yrkisefni. Hina kunnu vísu Æra-
Tobba ‘Veit ég víst, hvar vaðið er’ hefur hann fléttað inn í Vísuna hans
80 Kristleifur Þorsteinsson: Úr byggðum Borgarfjarðar II. Reykjavík 1948, bis.
191-197.
81 Saga Jóns Espólíns hins fróða sýslumanns í Hegranesþingi. Rituð af sjálfum
honum í dönsku máli, en Gísli Konráðsson færði hana á íslenzkt mál, jók hana og
hélt henni fram. Kaupmannahöfn 1895, bls. 54-55. Danska frumritið mun týnt,
sbr. Merkir íslendingar V. Reykjavík 1951, bls. xi.
82 Saga Jóns Espólíns, bls. 55.
83 S. st.
84 Sbr. Úr byggðum Borgarfjarðar II. Reykjavík 1948, bls. 196.
85 S. st.