Gripla - 01.01.1982, Side 185
SAGNIR í SKÁLDSKAP GRÍMS THOMSEN3 181
Lengi vel verður vart séð með neinni vissu, hvað Grímur hefur álitið
vera þjóðkvæði. Hann minnist á þýðingar gamalla þjóðkvæða í fyrir-
lestri sínum Sérkenni íslenskra bókmennta,93 þýðir eða öllu heldur
‘steypir’ Hemings kvœði ‘upp úr gömlu brotasilfri’,94 greypir húsganga
í þrjú kvæði sín. En það er ekki fyrr en löngu seinna, í grein í Isafold
1878-1879,95 að Grímur telur upp nokkra flokka skáldskapar: ‘gamla
dansa, stef, viðkvæði, þulur og kvæði frá miðöldunum’, sem vanalega
eru taldir til þjóðkvæða, en án þess að minnast á hugtakið þjóðkvæði,
hvað þá að skilgreina það á neinn hátt frekar en í fyrirlestrinum um
Sérkenni íslenskra bókmennta. Af kvæðunum Kvœða-Keli og Allan a
Dale,96 sem báðir voru kvæðamenn, en hinn síðarnefndi skáld að auki,
sést, að vinsældir hjá alþýðu hafa skipt Grím miklu í þessu sambandi.
í kvæðinu um Kvæða-Kela telur hann upp rímur, stúfa, þulur og flokka,
en í Allan a Dale yrkir Grímur um enska skógarmannaskáldið:
kvað hann eins og fuglinn glaður
náttúrunnar eigin óð
og
söng hann aldrei dýrt, en vel,
enda fundu ‘alþýðu sálir einfaldar’ fleira ‘er félli bæði í hjarta og eyra’
hjá Allan heldur en Blondel, hirðskáldi Ríkharðs ljónshjarta.
Tvennt einkennir efnisval Gríms úr íslenskum þjóðfræðum. Annars
vegar gerir hann sér far um að yrkja um íslensk náttúruöfl, stundum dul
þeirra eins og í Barnafossi, glæsileikann eins og í Jólnasumbli eða
hrikaleik eins og í Reynistaðarbræðrum. Hins vegar lýsir hann í mörg-
um kvæðum þrautseigum karlmennum. Oft orti Grímur um höfðingja,
en hann kunni einnig vel að lýsa áræðinni lífsbaráttu alþýðumanna við
fátækt og skort. í Þorbirni kólku dregur Grímur upp mynd af sigursælli
baráttu kraftamanns við náttúruöflin. En Grími var ljóst, að vetrar-
harka íslensku óbyggðanna er jafnvel afarmennum ofurefli. Oftast slær
Grímur einn streng í þessum kvæðum, streng hetjulundarinnar, en
stundum hæðist skáldið að oflátungunum, sem sýnast en eru ekki.
93 Grímur Thomsen: íslenzkar bókmenntir og heimsskoðun. Andrés Björnsson
þýddi og gaf út. Reykjavík 1975, bls. 55.
94 Sbr. Ljóðmœli 1969, bls. 65. Sjá sagnadansinn Riddaren Tynne, nr. 7:1 og
7:2 í Svenska folkvisor utgifna af E. G. Geijer och A. A. Afzelius. Stockholm 1880.
95 Viðaukablað við ísafold 1878, V 32 og ísafold 1879, VI, 1.
99 Ljóðmœli 1969, bls. 193-194 og 232.