Gripla - 01.01.1982, Page 201
STEFÁN KARLSSON
AF SKÁLHOLTSVIST
SKÁLHOLTSBÓKAR YNGRI
Eins og kunnugt er fékk Árni Magnússon fjölmörg handrit úr Skálholti
í safn sitt, en sum þessara handrita hafa verið skrifuð utan Skálholts,
og óvíst er um margar Skálholtsbækur hve lengi þær hafa verið í eigu
stólsins.1 Það er því gaman að hægt skuli vera að sýna fram á að ein
Skálholtsbók að minnsta kosti hefur verið í Skálholti frá upphafi og
fram á daga Árna Magnússonar.
Meðal þeirra handrita sem meistari Jón Vídalín sendi Árna 1699
vóru tvær veglegar lögbækur, ‘Skálholtsbókin folio, sú eldri og betri’
(þ. e. AM 351 fol.) og ‘Skálholtsbókin folio, sú yngri og lakari’ (þ. e.
AM 354 fol.), sem Árni nefnir svo.2
Skálholtsbók yngri hefur verið talin skrifuð um 1400 að mestu leyti.
Sú tímasetning er örugg, og aldur bókarinnar getur ekki leikið á mörg-
um áratugum. Verki aðalskrifarans má skipta í þrjá meginhluta á
grundvelli ofurlítils munar á stafagerð og skriftaráferð:
(1) bl. 2r-33v4, kristinréttur Árna biskups Þorlákssonar og ýmsar
skipanir biskupa;
(2) bl. 33v4-43r6, skipanir biskupa og fleira varðandi kirkjurétt;
(3) bl. 48r-138v, Jónsbók með innskotum.3
Að öllum líkindum eru bókarhlutarnir skrifaðir í þeirri röð sem þeir
hafa nú, og a. m. k. er (2) yngri en (1), en þrátt fyrir smávegis skriftar-
mismun er varla ástæða til að ætla að þessir þrír hlutar hafi verið
skrifaðir á löngu tímaskeiði. Síðasti efnisþátturinn í (1) er skipan
1 Sbr. Sagas of Icelandic Bishops, útg. Stefán Karlsson (Early Icelandic Manu-
scripts in Facsimile VII, Kh. 1967), 57-58. — Stefán Karlsson, ‘Skinnræmur úr
Skálholtsbók (AM 351 fol.)’, Gripla III (Rv. 1979), 124-27.
2 Arne Magnussons i AM. 435 a-b, 4to indeholdte hándskriftfortegnelser, útg.
Kr. Kálund (Kh. 1909), 56 og 61-62.
3 Sjá nánari efnisgreiningu í Norges gamle Love indtil 1387 IV (Christiania
1885), 538-39.