Gripla - 01.01.1982, Qupperneq 202
198
GRIPLA
Vilkins Skálholtsbiskups frá 1396; eldri en frá því ári er elsti hluti
bókarinnar ekki.
Á bl. 43v-44r eru eiðstafir með hendi skyldri aðalhendinni, en á
bl. 45v-46r er skráður með sérstakri settleturshendi ráðsmannseiður
í Skálholti,4 og bæði skrift og stafsetning benda til þess að eiðurinn
sé hér skrifaður af Jóni Egilssyni, sem var í þjónustu Árna biskups
Ólafssonar í Skálholti 1415-19 og hefur líklega verið í Skálholti einhver
ár fyrir og eftir þetta skeið. Síðar var Jón publicus notarius á Hólum
hjá Jóni biskupi Vilhjálmssyni 1429-33.5 Ráðsmannaskipti urðu í Skál-
holti 1412 (og ekki aftur fyrr en 1430),6 þannig að Jón Egilsson kynni
að hafa skráð ráðsmannseiðinn í Skálholtsbók það ár, og væri þá
ritunartími megintexta bókarinnar, kristinréttar Árna biskups, biskupa-
skipana og Jónsbókar, skorðaður við árabilið 1396-1412. Síðar en á
þriðja áratug 15. aldar hefur Jón Egilsson varla skrifað ráðsmanns-
eiðinn í Skálholtsbók, og 1420 má teljast öruggt seinna tímamark
meginhluta bókarinnar.7
4 Diplomatarium Islandicum II (Kh. 1893), nr. 352 VII.
5 Islandske originaldiplomer indtil 1450. Tekst, útg. Stefán Karlsson (Editiones
Arnamagnæanæ A 7, Kh. 1963), xli-xlviii. Á bls. xliv-xlv er vikið að settleturs-
hendi í bókum Hólastóls og hún eignuð Jóni Egilssyni. Enda þótt skriftin á ráðs-
mannseiði í Skálholtsbók sé örlítið frábrugðin, fer varla hjá því að sami maður
hafi skrifað, því að sameiginleg einkenni eru sérstök fyrir Jón Egilsson. Þess skal
einnig getið að meðal þess sem Jón Egilsson hefur skrifað í bréfabók Jóns Vil-
hjálmssonar (Bps. B II, 3; áður AM 235 4to) með léttiskrift er ráðsmannseiður á
Hólum (Diplomatarium Islandicum IV (Kh. 1897), nr. 551), sem er sami eiðurinn
og Skálholtseiðurinn að því fráskildu að á Hólum er Jón helgi nefndur í stað
heilags Þorláks. — Bl. 44v og 45r í Skálholtsbók eru a. m. k. að hluta til uppskafn-
ingar, sem á hefur verið skrifað á 17. öld, en neðan til á fyrri blaðsíðunni og efst
á þeirri síðari hefur áður verið skrifaður ráðsmannseiðstafur, að því er virðist með
léttiskrift Jóns Egilssonar. Af þeim slitrótta texta þessa eiðstafs, sem lesinn verður,
má sjá að hann hefur ekki verið öldungis samhljóða áðurnefndum eiðstöfum ráðs-
manna í Skálholti og á Hólum og óvíst að staður og staðardýrlingur hafi verið
nefndir. Þessi skafni eiðstafur kynni því að hafa verið óstaðfært uppkast.
8 Islandske Annaler indtil 1578, útg. Gustav Storm (Christiania 1888), 295. —
Sbr. einnig Björn Þorsteinsson, ‘Síðasta íslenska sagnaritið á miðöldum’, Afmœlis-
rit Björns Sigfússonar (Rv. 1975), 57.
7 Stafagerð og stafsetning aðalskrifara sver sig miklu fremur í ætt við skriftar-
lag 14. aldar en það sem síðar tíðkast. T. d. má nefna að fyrir œ (bæði gamalt æ
og œ) er notað ‘(í’, en um það tákn eru varla til örugg dæmi eftir 1400. Það er
því ekki líklegt að skrifarinn hafi verið að verki löngu eftir aldamótin, og hafi
hann verið heimamaður í Skálholti kynni hann að hafa látist í svartadauða 1402,
sbr. ummæli Nýja annáls um það ár: ‘Aleyddi þá þegar staðinn [þ. e. Skálholtsstaðj