Gripla - 01.01.1982, Page 203
AF SKÁLHOLTSVIST SKÁLHOLTSBÓKAR YNGRI 199
Önnur vísbending um Suðurlandsvist Skálholtsbókar á 15. öld er
bréfsupphaf efst á bl. 139r með góðri hendi frá þeirri öld: “[Ollujm
godum monnum sem þetta bref [sia edur] heyra sendir sira lom rlt-
nymbf s[on]”. Hér er nafnið “ion sigmundz son” með villuletri, og eini
prestur sem kunnur er með því nafni á 15. öld er sá Jón sem þá
veitingu Oddastaðar af Ásláki Bolt erkibiskupi (d. 1450).8 Hann kemur
við bréf í Skálholti 1464.9
Gustav Storm taldi að skipan Gottsveins Skálholtsbiskups 143910 á
bl. 43r í Skálholtsbók yngri væri með sömu hendi og ráðsmannseiður-
inn á bl. 45-46,11 en svo er ekki. Skipan Gottsveins er með tveimur
höndum, en hvorug þeirra er hönd Jóns Egilssonar. Á síðustu greininni
í skipan Gottsveins (nr. 8 í útgáfunni í Dipl. Isl.) er auðþekkjanleg Skál-
holtshönd frá biskupstíð Stefáns Jónssonar (1491-1518), sem að öllum
líkindum er rithönd Stefáns biskups sjálfs. Hann virðist hafa verið
ólatur við bréfaskriftir,12 og hefur hér skrifað fáeinar línur í lögbók
staðarins.
Beinn vitnisburður um að Skálholtsbók hafi verið eign ‘heilagrar
kirkju’ er eigendavísa á spássíu bl. 128v með hendi frá 16. öld: “heilvg
k(i)rkia æ mig vel Meiga prestar sia mig og lesa meiga *þeir æ mig”.13
Með annari hendi er bætt við: “er ec henne frials”.
Loks er þess að geta að Skálholtsbók yngri hefur verið notuð sem
kennslubók í lestri (og lögum) fyrir ungan svein, og eru um það fjórir
vitnisburðir á spássíum bókarinnar (við Jónsbókartexta): “Gisli min
godur Er minn godur vin aff þui ad hann les vel og er godur piltur”
(bl. 77v); “Gisi oddz son a ad læra a þessa bok og hann giorir þad vel
sem ein godur piltr” (bl. 83v); “Gilsi minn Oddz son les Riett og vel
og Er godur Pilttur huar sem hann Er” (bl. 97r); “Gisli minn og Jeg
að lærðum mönnum og leikum fyrir utan biskupinn sjálfan og tvo leikmenn’
(Islandske Annaler (1888), 286.)
8 Diplomatarium Islandicum V (Kh. og Rv. 1899-1902), nr. 93.
9 Diplomatarium Islandicum V, nr. 374.
10 Diplomatarium Islandicum IV, nr. 627.
11 Norges gamle Love indtil 1387 IV, 538-39.
12 Sbr. Sveinbjörn Rafnsson, ‘Med Indulgentzskrár hendinne’, Steffánsfœrsla
(Rv. 1978), 64-67.
13 “*þeir” er skrifað “þier”, og á milli þess orðs og “æ” er “mig” máð út. —
Hliðstæður þessarar eigendavísu eru til í íslenskum handritum og norskum frá
ýmsum tímum, sbr. James E. Knirk, ‘«Fanden ta deg! Amen!»’, Maal og Minne
1981, 51-57.