Gripla - 01.01.1982, Page 204
200
GRIPLA
vid vrdu[m] Ouinir nær hann attj ad lesa þennan Capit[ula]” (bl. 114r).
Sama höndin er á þessu spássíukroti öllu, og skriftin gæti verið frá því
um 1600, en um það leyti hefur Gísli Oddsson (1593-1638), biskups-
sonur og síðar biskup í Skálholti, verið að læra lestur og lög.14 Ekki
mun vera hönd Odds biskups Einarssonar á þessum spássíugreinum, og
ekki hefur höndin á þeim fundist við lauslega leit í máldögum og bréfa-
bókum Skálholtsstóls frá dögum Odds biskups. En nákominn virðist
kennarinn hafa verið nemandanum; hann talar hlýlega til Gísla síns,
nefnir hann gælunöfnum, ‘Gísi’ (eða ‘Gisi’) og ‘Gilsi’ (eða ‘Gílsi’),15 og
hann hendir gaman að þó að Gísli yrði óþolinmóður við að tileinka sér
ákvæði fyrsta kapítula rekabálks (bl. 113-14). Nærtækt er að ætla að
kennari Gísla hafi verið móðir hans, Helga Jdnsdóttir frá Holtastöðum
í Langadal, sem var “nafnfræg höfðíngskvinna að röksemd, örlæti,
góðgerðum, samt öðrum kvendygðum . . .”16 Má nærri geta að biskups-
frú af höfðingsfólki komin hefur verið fullfær um að veita syni sínum
tilsögn í bóklegum greinum.17
Nú hafa verið raktir vitnisburðir Skálholtsbókar sjálfrar um vist
hennar í Skálholti um tveggja alda skeið, og á 17. öld hefur hún enn
verið í Skálholti; hún er nefnd í afhendingu Skálholtsstaðar til Þórðar
Þorlákssonar 1674,18 og eins og áður segir fékk Arni Magnússon bókina
frá Jóni biskupi Vídalín 1699.
14 Fyrir neðan spássíugreinina á bl. 77v stendur að því er virðist með sömu
hendi: “Arne Er hofud strakur”. Hér má ímynda sér að Árni Oddsson, bróðir
Gísla ári eldri, síðar lögmaður, hafi komið að og truflað lesturinn og fengið sneið
fyrir frá kennaranum.
15 Skrift kennarans er alls ekki viðvaningsleg, þannig að þessar nafnmyndir eru
varla ritvillur.
16 Biskupasögur Jóns prófasts Haldórssonar í Hítardal I (Rv. 1903-10), 203.
17 Það má rifja upp til gamans að rithönd föðurmóður Helgu, Steinunnar Jóns-
dóttur frá Svalbarði, er meðal elstu varðveittra vitnisburða um skrift nafngreindra
kvenna — og hana ekki af lakara taginu (sbr. Páll Eggert Olason, Menn og
menntir siðskiptaaldarinnar á íslandi IV (Rv. 1926), 9.
18 Arne Magnussons i AM. 435 a-b, 4to indeholdte hándskriftfortegnelser, 48.