Gripla - 01.01.1982, Page 206
202
GRIPLA
en færra segir af heimasætunni sem bar honum drykkinn og hlúði að
honum. Að vísu getur hann oftar en einu sinni dvalar á bóndabæ í dag-
bók sinni, og ráðskona hjá Johnsen í Horsens sem hann hitti á leiðinni
til Kaupmannahafnar ‘viste sig meget artig’, enda gisti Jón þar um
nóttina.
í bréfinu til Gísla Brynjúlfssonar er aðalumræðuefnið útgáfa Norður-
fara, og 9. ágúst fékk Jón bréf frá Gísla Brynjúlfssyni og Norðurfara,
en þetta bréf Gísla mun nú glatað og einnig bréf sem Jón fékk frá
Gunnlaugi Þórðarsyni.
Auk Jóns Thoroddsens er getið um annan íslenskan stúdent, Sæ-
mund Gunnlaugsson, sem tók þátt í styrjöldinni sem sjálfboðaliði. Hann
var tekinn til fanga af Þjóðverjum, en var fljótlega látinn laus og getur
Jón þess í dagbók sinni 6. júlí.
Ekki er að efa að þessi lífsreynsla hefir sett mark sitt á Jón, og næstu
árin sem hann dvaldist í Kaupmannahöfn urðu frjóasta skeiðið á skáld-
ferli hans. Fyrsta kvæði hans hafði birst í Fjölni 1847 og ber heitið
Kveðja. í fyrra ágangi Norðurfara voru kvæðin Barmahlíð og Til
skýsins sem bæði hafa lifað á vörum þjóðarinnar til þessa dags. í síðara
árgangi Norðurfara birtust svo kvæði eins og Smalastúlkan og Oft er
hermanns örðug ganga, og um sama leyti skrifaði hann Pilt og stúlku,
fyrstu fullburða íslensku skáldsöguna, og ruddi þar með brautina fyrir
íslenska skáldsagnagerð.
, , . _ . . Krosseyri þann 20ta Apr -48.
Elskulegi Br: minn!
Jeg fjekk ekki tækifæri til að kvedja þig því kallid kom fyrr enn mig
varði, og því sídur endti jeg loforðid ad borga þjer þad hjá mjer áttir.
— Nú er jeg hjer og bíd byrjar, vedrid er harla hvasst so ad Danir þora
ekki yfir sundid; hingad til hefi jeg ekki stígid fæti mínum á stein og
hefi lifad in floribus og nú er jeg (hjá) Postmeistaranum hjerna í gódu
yfirlæti hann er nærri því nafni þinn hann heitir Petersen, í nótt ed var
vorum vid í Ringsted og höfdum gott ad jeta og so gar Komani1 þad er
ad segja þeir sem þad drekka; eingar frettir eru hingad komnar med
póstinum hingad í dag.
Þetta er nú einasta til mala myndar seinna betur vinur
ætíd blessadur
J: Th
Utanáskrift: S:T:/ Herr Kammerassessor Br. Pjetursson/ Kjöbenhavn/
Pilestræde N° 120 lte S