Gripla - 01.01.1982, Side 207
OFT ER HERMANNS ÖRÐUG GANGA 203
Elskulegi Brynjolfur!
Nú er þá ad skrifa þjer fréttirnar; á Laugardagin fyrir Páska kom jeg
frá Korsör til Flensborgar med Carolinu Amalju, þangad til lifdum vid
laxmenn i sællífi, enn þá urdu þess fljót umskifti: um qvöldid heldum
vid frá Flensborg, fótgangandi, til herbúdanna, sem þá voru á Gottorp;
vid vorum 44r ‘Frivillige’ og fengum einn leutenant til fylgdar og leid-
sögu, þad var nokkud ördugur gangur fyrir vorar fætur, í verstu færd,
nidamirkri og steipi regni, alla nóttina, á Páskadagsmorgunin sleimrud-
ustum vid til Gottorp, daud drepnir og þreittir — þó jeg exclusive —
og hugdum nú til hvildar og nádar um dagin; Danir hofdu fyrir skömmu
unnid sigur og hertekid nokkra vid Ekkenförde og uggdu nú einskis
ófridar; datarnir voru í mestu ró ad snapsa sig hingad og þángad í
bænum, nokkrir ad busta klædi og raka sig, nokkrir ad spila þeir godu
og gudhræddu, sem þo eru mjög fáirr gengu í kirkju, ‘Fortroppene’ voru
vid Danavirki og þadan höfdu menn ekki frétt annad en kird væri á
öllu, þessutan sögdu þeir ad Prussar mundu menn kristnir og heldu vel
sabbatid enn reindin vard á ad Prússar vildu jeta paskalambid í Slesvík;
í stuttu máli ad segja ádur enn nokkurn vardi sáu menn Fánur Prússa
skamt frá Slesvík, og báru þær djarft fram, til borgarinnar; eptir fródra
manna sögn og tveggja Manna þeirra sem vid hertókum í fyrradag,
voru þeir hjerum 25 þúsundir; Nú voru herludrar blásnir í bænum, enn
alt gekk furdu seint, sem vonlegt var; Riddaralidid, Skotmenn og 9da,
2r Batalion komust fyrst á móti Pr enn þá voru þeir nokkra hundrud
fadma frá borginni og höfdu godan vígvöll enn vorir menn urdu ad
láta sjer nægja med hina lakari,hinar Batalionirnar komu til orustu eptir
því sem þær urdu fljótt búnar; Þú sjer nú ad mesta óvirdingin: var sú,
ad herstjorar vorir voru ekki betur kunnugir um frammgöngu Prússa,
annar gallin var sá og, sá jeg hann strax þótt ad jeg sé eingin hers-
höfdingi, ad allar Batalionirnar heldu fram á móti óvina hernum gjegn
um bæin og þraungar og illar götur ístadin fyrir ad fara útúr slotinu
því þar var audur völlur fyrir og gott til frammgaungu, þo nokkud
lengra væri til ad geta mætt Prussum en bæinn hefdu þeir vel getad
varid med Battaríinu og Kanonum frá Slotinu, sem liggur beint fyrir,
því þó nokkur hús í bænum hefdu farid til skrattans var þad ei svo
mikill skadi;.— Þrettándu Bataljon sem jeg er med var skipad ad verja
eitt Battari sem Danir höfdu sett á brúarspordin og þann enda bæarins
sem vissi mot Prussum og liggur til útsudurs vid bæin; fyrst gekk