Gripla - 01.01.1982, Side 212
JÓN HELGASON
ÓLAFUR JÓNSSON BALBIR GESELL
í Sjötíu ritgerðum helguðum Jakobi Benediktssyni, bls. 414, var
vitnað til bréfs sem Torfi Jónsson, síðar prestur í Gaulverjabæ, skrifaði
árið 1638 ‘Eruverdugum dandissueini . . . olafi Jonssine Til helsenpr’.
En ekki tókst þá að finna hver þessi Ólafur var.
Bréf Torfa er varðveitt í AM 1058 4to. Ef betur hefði verið gáð að
öðrum bréfum í sama númeri, hefði huldunni verið svipt af Ólafi Jóns-
syni. Hann var prestssonur frá Holti í Önundarfirði. Faðir hans var hálf-
bróðir Brynjólfs biskups, móðir hans föðursystir Hallgríms Péturssonar.
í AM 1058 4to eru fimm bréf sem varða Ólaf, þrjú frá honum og tvö
til hans. Bréfin eru frá árunum 1637-42. Hér á eftir verður gerð nánari
grein fyrir þeim, en áður er nauðsynlegt að segja deili á frændfólki Ólafs
í Holti.
Séra Sveinn Símonarson hafði orðið prestur að Holti 1582 og hélt
staðinn að nafninu til meðan hann lifði; hann dó 1644 og mun þá hafa
verið hátt á níræðisaldri (sbr. BiblArn XXX 361).
Sonur hans, séra Jón Sveinsson, var aðstoðarprestur föður síns og
eftirmaður, dó 1661. Kona hans var Þorbjörg Guðmundsdóttir, dó
1652. Þau giftust 1615; um fæðingarár barna þeirra er ókunnugt.
Ragnheiður Pálsdóttir, síðari kona séra Sveins og stjúpmóðir séra
Jóns Sveinssonar, dó í Holti 1636.
Jón Jónsson, sonur séra Jóns Sveinssonar, var í skóla í Skálholti
1632-38, varð síðan prestur og eftirmaður föður síns, dó 1680.
Ólafur sá sem hér verður hugað nánara að var annar sonur séra Jóns
Sveinssonar og Þorbjargar Guðmundsdóttur, og (yngri?) bróðir Jóns
Jónssonar. Af bréfunum sést að Ólafur var látinn byrja á latínunámi, og
hefur átt að gera úr honum prest, en hann gafst upp á því og sigldi til
að leita sér annars frama. Árið 1637 er hann í Helsingjaeyri og leggur
þar fyrir sig bartskeralærdóm. Fimm árum síðar er hann kominn til
Þýzkalands, þangað sem Stade heitir (nálægt Hamborg vestanmegin), og
titlar sig ‘Balbir Gesell’, en eftir það hverfur hann með öllu.