Gripla - 01.01.1982, Page 213
ÓLAFUR JÓNSSON BALBIR GESELL
209
Ólafur hefur engin frægðarverk unnið sem haldi nafni hans á lofti.
En bréf hans eru frá þeim tíma að fátítt er að svo atkvæðalítill maður
þokist fram í dagsljósið og tali sjálfur með sinni röddu. Þessvegna hafa
þau þótt þess verð að gefa þeim nokkurn gaum.
Ekki verður séð að neinn hafi lesið þessi bréf annar en Hannes Þor-
steinsson. Hann getur þeirra í grein sinni um séra Jón Sveinsson í Ævum
lærðra manna (óprentuðum); heitið Stade hefur hann mislesið og gert
úr því ‘Lukkustad’, sem hann gizkar á að sé sama og Gliickstad (þetta
er haft eftir í ÍÆ III 282).
Fyrsta bréf (AM 1058 4to III). Ólafur Jónsson skrifar Jóni bróður
sínum ‘med hast fra Helsen 0r’ 14da maí 1637. í þessu bréfi, jafnt og í
öðrum sem hér verður getið, er mikið um blíðmæli og undirgefni, en
um háttsemi sína og hagi er bréfritarinn ekki margmáll; helzt verður
honum tíðrætt um eldsvoða sem orðið hafi í Laholm, ‘ecke langt hier
fra Helsenpr’ (Laholm er nú Svíþjóðar megin við sundið), en varla lík-
legt að mikil forvitni hafi verið um þann atburð í Holti. Um sjálfan sig
segir Ólafur: ‘mier lydur alltt vel og eg kem hier miog vel til rietta . . .
jeg heffe nú i jesú naffne vppbiriad ad læra barskera handuerck sem eg
heffe lenge aformad sem þu vel visser . .. minn hiartanB elsku broder
eg bid þig ad þú blyffer ecke reidúr wppa mig þo eg sende þier eckert
þvi þo eg villde giarna þa kann eg nú ecke þvi eg heff mýnúm meistara
þar mest aff þvi eg med mier haffde geffed . . . eff þú kant ad selia
mýnar latýnú bækúr þad vil eg giarnann þúi minn latýnú lærdomur er
nú med ollú farenn villier þú minn kiære broder ellegar minn hiartanB
fader þær haffa þad er mier liufft enn þær sem þid girnest ecke þær bid
eg þig ad selia eff þú kant.’ Bréfinu lýkur með þessum orðum: ‘Minn
hiartanB broder legdú so til med mier ad minn hiartanB fader og mýn
elsku moder sende mier nú so myked sem þaú mest kunna þeim og þier
an skada skillde eg þess ecke bidia heffda eg þess ey þorff’.
Þegar Ólafur valdi þann kost að snúa sér að bartskerahandverki, sem
hann kallar, hefur hann farið að dæmum tveggja manna sér nákominna.
Annar var föðurbróðir hans, Páll Sveinsson, sem dáið hafði í Kaup-
mannahöfn 32 ára gamall 1616 eða á næstu árum (Biskupasögur Jóns
Halldórssonar I 307, Æfisaga Jóns Ólafssonar Indíafara, 1908-9, bls.
34). Hinn var Magnús Gissurarson í Lokinhömrum, sem numið hafði í
Danmörku og Þýzkalandi (Smæ II 188-9, ísl. Ártíðaskrár 213-14),
sonur Ragnheiðar Pálsdóttur í fyrra hjónabandi. Um bartskera (á
Gripla V — 14