Gripla - 01.01.1982, Page 214
210
GRIPLA
dönsku ‘badskærere’) í Helsingjaeyri má lesa í bók eftir Laurits Peder-
sen, Helsing0r i Sundtoldstiden 1426-1857, II, 1929, bls. 266 b. ‘De var
Barberer og Saarlæger og gav sig af med at aarelade og at sætte Blod-
kopper, men ipvrigt ogsaa med at ordinere Medicin’. Samkvæmt ‘lavs-
skrá’ frá árinu 1603 skyldu vera sjö slíkir í Helsingjaeyri. ‘En Dreng
skal staa tre Aar i Lære og derefter vandre som Svend i 4 Aar for at
blive “undervist i Lægekunsten, saafremt han vil have Arbejde hos en
Mester her i Helsingpr’”. Ætla má að Ólafur hafi siglt síðsumars 1636
og gengið þá í þjónustu einhvers bartskerameistara, sem að sögn hans
hefur tekið mestöll fararefni hans í kaup.
Annað bréf (AM 1058 4to V). Séra Jón Sveinsson skrifar Ólafi syni
sínum 21sta ág. 1637. Hefur fengið bréf frá honum í sumar ‘med Johan
Christian syne, fyrer huertt eg þier þacka so og fyrer skrifstockinn sem
þar med fylgde. Af hiartta gladde mig ad eg þijna velgeingne spurde
asamtt meinlausre vmnr geingne til ordz og ædis vid allt fromtt folk’.
Getur andláts Ragnheiðar Pálsdóttur, er sofnað liafi í guði ‘þann 18.
Novembris’ (dánardagur annars talinn 19di nóv., sjá ísl. Ártíðaskrár
197). ‘Huernen hier vmm eitt og ann(a)d til geingur veit eg möder þijn
þier til skrifar’ (það bréf er glatað). ‘Þii avijkur elsku son vmm þijna
naudsyn og þórf á penijngum, vel giet eg þui nærre’. Sendir með Jóhanni
smjör og vaðmál, enn fremur kjöt sem hann vonar að Jóhann ‘til late
meistara þijnum minna vegna, eptter þinne tilsógn, bid hann vel virda.
3. dale sende eg þier j briefe mijnu. Item faeina salltt fiska med Johann’.
Neðan við bréfið er þessu bætt við: ‘lógbok þijna sende eg þier. lestu j
henne stundum og fádu ecki j burtt’.
Johan Christensen hefur verið kaupmaður, líklega á Þingeyri í Dýra-
firði, því að þar verzluðu menn úr Önundarfirði (Jón Aðils, Einokunar-
verzlun Dana á íslandi, bls. 285); hann hefur sennilega flutt Ólaf utan
og var síðan milligöngumaður milli hans og föður hans. Kaupmaður
með þessu nafni mun hvergi nefndur í ofangreindri bók Laurits Peder-
sens, og má vera að hann hafi ekki sjálfur átt heima í Helsingjaeyri.
Þriðja bréf (AM 1058 4to III). Ólafur hefur fengið tilskrif frá Jóni
Jónssyni bróður sínum og skrifar honurn aftur í ‘Helshen 0r’ með ártali
1638 en ódagsett . . . ‘læt eg þig vita ad mier firer gudz mynB þolen-
mæde lydur allt mein lauslega.................Myna þionustu heffe eg halffa ut-