Gripla - 01.01.1982, Qupperneq 262
258
GRIPLA
inga; í stað eiginnafna notar höfundurinn dulnefni sem eru þó auðskilin
og kunna þau að skírskota til lyndiseinkunna höfðingjanna, Halls og
Þórðar. Hallur er Orknhgfði, selshaus og Þórður Hjarthgfði, en fyrsta
orðið Ambhgfði hefur ekki tekist að skýra á viðunandi hátt, enda þótt
greinilegt sé við hvern er átt.1
Sveinbjörn Egilsson taldi í Lexicon poéticum að Ambhgfði væri
annaðhvort tvíhöfði eða átt væri við eitthvert dýr. Hann taldi að viður-
nefnið ambi væri skylt heitinu Ambhgfði.2 Á þessa skýringu féllust
Alexander Jóhannesson og Jan de Vries sem þó vísuðu til túlkunar
Magnus Olsens (sjá hér á eftir).3 í annarri útgáfu af Lexicon poéticum
taldi Linnur Jónsson óvíst hvað fyrri liður orðsins merkti og Kálund
þýddi það ekki í hinni dönsku þýðingu Sturlungusafnsins, en Halldór
Hermannsson tók upp skýringu Magnus Olsens.4 Síðari útgefendur Þor-
gils sögu og Hafliða hafa ekki skýrt nafnið.5
1 Viðurnefni sem enda á -hgfði eru algeng í fornu máli, má þar nefna t. d.
breiðhpfði, digrhofði. Viðurnefni af því tagi sem nefnd eru í vísu Þorgils sögu eru
svínligfði, Sigurðr svínhofði er nefndur í Landnámu, íf. 1,116 og annar í Njálu, íf.
XII, 153, sbr. aths. Einars Ol. Sveinssonar á sömu bls., og liesthgfði er viðurnefni
Þórðar föður Þorfinns karlsefnis, en í Heiðarvíga sögu er hann einungis nefndur
Hesthgfði, sbr. //.111,319. Mannsnafnið Svarthgfði var einnig vel þekkt og til er
Oðinsheitið Arnhgfði og jötunsheitið Vagnhgfði. Sjá um þetta efni, E. H. Lind,
Norsk-islandska dopnamn ock fingerade namn frán medeltiden (Uppsala 1905-15,
Supplement Oslo 1931), 605,483; sami höfundur, Norsk-isldndska personbinamn
frán medeltiden (Uppsala 1920-21), 170.
2 Lexicon poeticum conscr. Sveinbjörn Egilsson (Hafniæ MDCCCLX), 14:
“Amhöfði, m., forte Biceps, aut ambi (quod cognomen viri est .. .) animal ali-
quod designat (amb . ., höfuð),...” Undir þessa skýringu Sveinbjarnar tók Guð-
brandur Vigfússon í orðabók sinni og Holthausen, sbr. Vergleichendes und etymo-
logisches Wörterbuch des Altwestnordisclien (Göttingen 1948).
3 Sbr. Alexander Jóhannesson, Islandisches etymologisches Wörterbuch (Bern
1956), 23,189; Jan de Vries, Altnordisches etymologisches Wörterbuch (Leiden
1961).
4 Sbr. Lexicon poeticum 2. udg. ved Finnur Jónsson (Kpbenhavn 1916, 1931)
og tilvísanir þar. Sbr. Sturlunga saga i dansk oversættelse ved Kr. Kálund (Kþben-
havn 1904) 1,38; sbr. “The Saga of Thorgils and Hafliði” ed. by Halldór Her-
mannsson, Islandica XXXI (Ithaca, N.Y., 1945), 46.
5 Sbr. Sturlunga saga útg. Jón Jóhannesson, Kristján Eldjárn og Magnús Finn-
bogason (Reykjavík 1946) 1,582; allar tilvitnanir í þessari grein eru í þá útgáfu en
stafsetningu og greinarmerkjum lítillega breytt; Þorgils Saga ok Hafliða ed. by
Ursula Brown (Oxford 1952). Ursula Brown gerir þó ráð fyrir að um fuglsnafn sé
að ræða í fyrri lið orðsins Ambhgfði og bendir á föðurnafn Hafliða: “and so par-
ticularly appropriate to Hafliði, son of Már, i.e. ‘sea-gull’”, 85.